Fallegt hús

Nú er ég farin að vinna á Heilsuverndarstöðinni. Húsið er eitt það fallegasta í borginni. Það er verið að taka allt í gegn að innan án þess að skemma stílinn. Öllum virðist líða vel þarna inni. Ég bjó lengi í nágrenninu og fannst alltaf æfintýrablær yfir þessu húsi. Mig rámar í að hafa sótt einhverja tíma þarna en kannske er það misminni. Þarna fékk ég einhverjar bólusetningar hjá borgarlækni. Þarna fór ég í mæðraskoðun. Í dag kom inn á deildina öldruð kona sem hafði unnið í húsinu í 4 ár og átti góðar minningar úr því. Einhverjir hafa samt sem áður séð sig knúna til að að tæma úðabrúsana sína á veggi hússins.  Þetta er ein helsta perla borgarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór í allar mínar mæðraskoðanir í Heilsuverndarstöðinni og dætur mínar líka, frábært hús og bara góðar minningar sem tengjast því.   Veggjakrotarar eru hræðilegir þeir bera enga virðingu fyrir eigendum húsanna sem þeir krassa á

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eða húsunum sjálfum, þeir eru skemmdavargar nútímans

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:28

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta veggjakrot er óþolandi

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband