Verðhækkanir.

Dóttir mín er að vinna í matvöruverslun. Hún sagði að verðið hefði hækkað á mörgum vörutegundum í dag...tók dæmi af hálfslítra kók sem kostaði 130 kr í gær,kostaði 190 kr í dag. Það er nú veruleg hækkun. Mér finnst matvara hafa hækkað mikið undanfarið og finnst að stjórnvöld verði að aðhafast eitthvað. Ég held að verslanir nýti sér væntingar fólks(ekki vonir) um hækkandi verðlag og drífi verðið upp í skjóli gengisfalls. En þeir munu ekki lækka verðið sjálfkrafa ef krónan styrkist á ný. Við megum ekki við því að missa fólk úr landi en það er það sem ég held að muni gerast. Fólk ræður ekki við að borga húsnæði á þeim lágu launum sem verið er að borga. Enginn nema Pétur Blöndal getur það. Og ég er handviss um að dýralæknismenntun er ekki rétt skólun fyrir ´Fjármálaráðuneytið. Okkar fjarstýrði Forsætisráðherra virðist eiginlega engar skoðanir hafa aðrar en ;þetta reddast:.(Inga Jóna heldur á fjarstýringunni) Ég hef verulegar áhyggjur af stjórn landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst það ótrúlegt að ríkisstjórnin og seðlabankinn hafi ekki komið með, skattalækkun eða stýrivaxtalækkun. Ríkir ekki bara frumskógalögmálið hérna á Íslandi í dag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2008 kl. 03:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ríkisstjórnin á að aðhafast eitthvað amk. Hægt væri að leggja niður gjöld eða lækka. Með 67 ma. tekjuafgang. Allir kjarasamningar eru ónýtir. Það ríkir algert stjórnleysi, enginn virðist vita hvað ber að gera.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2008 kl. 03:09

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Fer í Bónus á eftir og það verður "spennandi" að sjá hvað hefur hækkað.

Gleðilega páska Hólmdís.

Sigrún Óskars, 20.3.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hækkanir dynja um leið og gengisbreytingar verða. Nú er það svo að flestar verslanir og bensínstöðvar eiga lager til einhvers tíma. Það væri í lagi að selja þann lager á ,,gamla verðinu" en klók leið til að hagnast.

Skil vel áhyggjur þínar af stjórnun landsins. Svo virðist sem Sjálfstæðismenn séu einir við völd. Heyrist fátt frá Samfylkingarmönnum sem eru á kafi í eigin hugsjónamálum og við að bjarga heiminum.

Ég ætla rétt að vona að minni kjósenda nái aftur til þessa tíma þegar kemur að kosningum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband