Föstudagurinn langi.

Óskaplega þótti mér þetta langur og leiðinlegur dagur í gamla daga. Mín vegna  mætti hann  nú vera miklu lengri en aðrir dagar.....gæti þegið aukatíma.  10-11  verður opið allan sólarhringinn alla hátíðisdagana. Eins og alla aðra daga. Þó mér sé sama um allan heilagleikann, finnst mér þetta óþarft. Fer bara út í verðlagið sem er nú nógu hátt fyrir. Og svo gæti starfsfólkið kannske þegið frí. Hvað ætli langur opnunartími verslana hækki matarverð mikið? Fróðlegt væri að sjá tölur um það. Ég reyni að sniðganga matvöruverslanir á svona dögum. En mikið óskaplaega fer tíminn hratt um þessar mundir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég man líka eftir því hversu lengi föstudagurinn langi var lengi að líða, það mátti ekkert skemmtilegt gera á þeim degi þegar ég var ung.  Sem betur fer eru breyttir tímar í dag.  Núna má þó horfa á sjónvarpið og gera flest sem hugurinn stefnir til

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Beturvitringur

Það þarf ekki annað en að gera smá verðkönnun hjá þessum "klukku"-búðum sem opnar eru lengi og jafnvel allan sólarhringinn.  Maður tímir varla að kaupa sér nammipoka, allt miklu dýrara en í ódýrustu búðunum. (kaupi samt! af því að ég er fíkill)

Hvernig haldiði að því yrði tekið ef herða ætti "helgidóminn" yfir föstudeginum langa? (og fleiri (gömlum, kristnum) hátíðisdögum)!  Herre Gud, hvað ættu múslimar, gyðingar og allir hinir að gera þá daga?

Beturvitringur, 21.3.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Hérna í den tid mátti ekki einu sinni spila, enda var hann extra langur. Nú má allt og eins og þú segir þá líður tíminn alltof hratt.

Það getur stundum verið gott að hafa "klukku"búðirnar opnar, bara verslað þar í neyð - allt svo dýrt. En unga fólkið sem vinnur þarna í aukavinnu fær örugglega stórhátíðarkaup í dag (vonandi).

Sigrún Óskars, 21.3.2008 kl. 15:42

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég versla helst ekki í Klukubúðunum, nema kannske 1 og 1 líter af mjólk. Gleðilega páska.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kobrún gaman að sjá nýja mynd!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband