Upptyppingar/Álftadalsdyngja.

Ég fylgist alltaf spennt með jarðskjálftum á Íslandi. Fékk þennan áhuga í arf frá föður mínum. Í  kjallaranum hjá okkur var í mörg ár staðsettur jarðskjálftamælir. Gaman var að fylgjast með skjálftum í Kröflueldum og svo skjálftum í Gjástykki  og Öxarfirði. Og stundum var bara nóg um að vera. Ætlaði einu sinni að verða jarðfræðingur en ekki hefur orðið af því enn. En skjálftarnir fyrir austan eru nú margir á um 1.1km dýpi svo þeir hafa nú heldur betur grynnst. En þeir eru hvorki margir né stórir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Skepna

Beturvitringur, 21.3.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ertu að bíða eftir eldgosinu sem þú spáðir fyrir í byrjun árs?

Sigrún Óskars, 21.3.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef nú meiri áhyggjur af þessum fáu skjálftum sem eru við Krýsuvík, við hérna á Nesinu finnum þá svo vel ef þeir eru yfir 3 á richter.  Það var og er skjálftamælir í kjallaranum í sveitinni minni, frúin á bænum sendi Ragga skjálfta vikulega vatnssýni í yfir 20 ár, Seinni skjálftinn árið 2000 átti upptök þar sem ég var í sveit. Í Kaldárholti.  Þar gaus upp heitt vatn út um alla mýri eftir skjálftana en heita vatnið minnkaði mikið á Laugalandi í Holtum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Landið okkar er sannarlega lifandi Jóna Kolbrún.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.3.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband