Slysadeild.

Ég get ekki annað en hugsað til starfsfólks slysadeildar. Þau hafa ekki setið og maulað páskaegg undanfarna daga. Síðustu daga hafa borist fréttir af alvarlegum árásum og slysum.  Álagið vafalaust verið mikið. Margir sem inn komu illa talandi á íslensku. Margir í áfalli. Margir minna slasaðir hafa efalaust kvartað undan löngum biðtíma. Og margir hafa án efa verið í annarlegu ástandi. Vonandi hefur mannekla ekki háð slysadeildinni. Og vonandi mun peningaleg framúrkeyrsla hátíðisdaganna ekki verða verðlaunuð með niðurskurði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ríkisstjórnin bannar bara slys, til að spara sjúkrakostnað  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það væri svo sem gott og blessað að banna slys!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.3.2008 kl. 12:42

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Eru til einhver önnur verðlaun á LSH en niðurskurður?

Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er mikið álag starfsfólki slysadeildar, stundum finnst mér ótrúlegt að fólk sé svo gott að vilja vinna þessu vinnu. Ekki er mikið þakklæti og launin lá.

Hólmdís, Takk fyrir að senda mér hlýjan hug á minni síðu, það var mjög gott að sjá það

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kæri sporðdreki, annað var ekki hægt

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 01:45

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún, það eru alltaf fysrtu verðlaun.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 01:46

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sporðdreki, vona að þér gangi vel

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 01:47

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Halló nýja Bloggvinkona mín .

Takk, hlutirnir ganga hægt en ganga þó, en enn veit ég ekki hver endirinn verður.

Sporðdrekinn, 25.3.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband