Aldur

kannske er aldurinn að færast yfir????  ég þoli vinnuna mína miklu verr en áður.Ég hef unnið 17 ár á barnadeildum. 7 ár á öldrunardeildum. Í dag er það að verða mér ofviða að hjúkra deyjandi  börnum.  Ég hef oft hugsað út í það að á Landspítala sé eg bara ungar hjúkkur. Gefumst við allar upp?  Þarf ekki að fjölga hjúkrunarfræðingum og minnka álagið???   Margar okkar eru búnar aö fá nóg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Maður á bara að vinna í þessu í 10 ár í mesta lagi í svona sálrænni átakavinnuExploding Copier. Ég er búin að vina yfir 20 ár og er að súpa seyðið af því núna..

Óskar Arnórsson, 25.3.2008 kl. 05:48

2 Smámynd: Beturvitringur

"Íranskar flugfreyjur....."  Ágæta Hólmdís, það ER engin mynd!  Þessa er ekki krafist af þeim, þótt þess sé krafist af öðrum (t.d. okkar flugfreyjum) ergo: ekki til mynd af þessum breytingum :)

Beturvitringur, 25.3.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskar ég er komin í minna álag, er þó 4 vaktir á mánuði á barnadeild, og verð bara alltaf sorgmædd.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur......ég skil

Hólmdís Hjartardóttir, 25.3.2008 kl. 14:08

5 Smámynd: Sigrún Óskars

ÓMG - hvað ég skil þig. En álagið er náttúrulega að verða of mikið, það vantar alltaf og ekkert er gert. Það þarf svo að vera eitthvert batterí sem við getum leitað til þegar álagið verður okkur ofviða. Við leitum til hverrar annarar en stundum þurfum við meira - ég þekki það alveg.

Sigrún Óskars, 25.3.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég dáist svo að fólki eins og ykkur sem vinnið svona vinnu. Ég held að ég myndi bara brotna niður, verða sorgmædd alla daga. Þið eruð hetjur í mínum augum, hvar værum við hin án ykkar? Við værum ekki vel stödd, það er nokkuð ljóst.

Ég ætlaði að verða ljósmóðir eins og langamma mín, en hætti við eftir að fyrstu tíðir gerðu vart við sig

Sporðdrekinn, 27.3.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband