1. apríl 2008

Ég ætla ekki að reyna að plata fólk hér á blogginu í tilefni dagsins. En í minni vinnu hef ég alltaf verið hraðlygin á þessum degi. Búin að búa til marga sjúklinga með margvísleg vandamál og hefur mér tekist  bara vel upp. Svo vel að starfsmenn hafa jafnvel leitað að mínum sjúklingum undir sæng hjá öðrum raunverulegum sjúklingum!!! Og ég get verið alvörugefin með eindæmum þegar ég ætla mér það. Stundum hef ég reitt fólk til reiði.....reiðin hefur þá beinst að stofnunum og yfirmönnum. Fyrir að taka á móti svo drykkfelldum og erfiðum kúnnum og ég ;legg gjarnan inn:. Gjarnan hafa þeir komið á stofnunina í lögreglufylgd. Og alltaf fylgja þeim mikil og erfið vandamál. Nú er ég komin á nýjan vinnustað. Hef legið í skítapest síðan á laugardag en vonast til að vera nægilega brött á morgun til að fara að ljúga að nýjum vinnufélögum og plata þá upp úr skónum. En fyrsta verk í fyrramálið verður að fara í Bónus í Holtagörðum að gera góð kaup því verslunin er að hætta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Eigðu góðan "plat "dag

Sporðdrekinn, 1.4.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Haha ekki þori ég að fara að gera mér ferð inn í Holtagarða þann 1. apríl ,alla hina dagana væri það ekkert vandamál. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Var búin að steingleyma deginum. Tókst ágætlega upp á stundum gagnvart krökkunum, nú sjá þau í gegnum þá gömlu. Þú ert lunkin við þetta eins og sannri vog sæmir. Við getum nefnilega sannfært ansi marga, sé sá gállinn á okkur

Vonandi ferðu að hressast mín kæra. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef nú tekið þátt í að "búa til sjúklinga" og þurfti ekki 1. apríl til.  Ótrúlegt hvað hægt er að ljúga að fólki í morgunsárið.  Gæti alveg hugsað mér að taka vaktir með þér nurse Hólmdís.

Bónus í Holtagörðum var á dagskrá hjá mér á morgun, læt þig vita um 2 leitið hvort útsalan er ennþá í gangi.

Sigrún Jónsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún nýja bloggvinkona kannske eigum við eftir að taka vakt saman. Ég á enn runu skilaboða í símanum mínum frá 1. apríl fyrir tveimur árrum. Fór beint af morgunvakt að hjálpa vinkonu minni við fermingarundirbúning. Fyrstu skilaboðin í símanum voru stressskilaboð, fundu ekki litlu 100 kg konuna, né veisluföngin í eldhúsinu og svo framvegis.....en svo rann allt upp fyrir þeim og skilaboðin breyttust.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 01:50

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sporðdreki takk.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 01:50

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóna Kolbrún þú þyrftir ekkert að segja frá....

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 01:51

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Guðrún Jóna okkur vogum er margt til lista lagt. Það veit Jóna Kolbrún vog líka. Ég byrjaði aftur á sýklalyfjum á laugardaginn eftir smáhlé....eftir 60 daga kúr. Held ég sé að vakna til lífsins. Annars er manni uppálagt að fara til læknis ef maður veikist eftir svona ferðalag eins og ég fór í heilt ár á eftir. Trúi nú samt að þetta sé bara íslenskt smit!!

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 01:56

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bónus Holtagörðum mun ekki vera að hætta.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband