Salernispappír 9 rúllur 1099kr.

Ja hérna. Næsta matvöruverslun í nágrenni við mig er 10-11. Þar versla ég aldrei nema svo sem einn og einn mjólkurpott enda verslunin hrikalega dýr. Fyrir ekki svo löngu síðan vantaði mig salernispappír og stökk út í búð. Stór pakki af Andrex klósettrúllum kostaði þá á sjöunda hundrað og gerði ég athugassemdir við verðið. Í morgunsólinni dreif ég mig í búðina og sá þá að sömu umbúðir af salernispappír höfðu hækkað í 1099 krónur. Það hlýtur að hafa orðið uppskerubrestur í WC-.trjánum. Persónulega tel ég þetta glæpsamlegt okur.....Hvenær rísum við upp???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er alveg greinilegt, og þarf ekki stærðfræðing til, að ýmis fyrirtæki og lánastofnanir hafa notfært sér veikingu krónunnar til að hækka vörur sínar og þjónust langt umfram það sem "eðlilegt" getur talist. Svo nöldrum við bara hvert í sínu horni og ekkert breytist.

Markús frá Djúpalæk, 5.4.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf einhverja vakningu. Mér hefur dottið í hug að fólk taki sig saman og sniðgangi verslanir til skiptis viku og viku í senn. Ef enginn færi inn í Hagkaup í eina viku, enginn færi svo inn í Nóatún vikuna á eftir. Hefði það ekki einhver áhrif???

Hólmdís Hjartardóttir, 5.4.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er góð hugmynd Hólmdís, það verður að taka þetta svona kerfisbundið. Skelfilegt verð á WC pappír, maður verður kannski að fara að nota dagblöðin eins og Norðmenn gerðu lengi vel þó svo að það væri til pappír, þeir voru bara að spara. Takk fyrir afmæliskveðjuna, það var svo gaman að lesa upprifjun þín á skemmtilegum stöðum heima á Húsavík, við ólumst upp í góðum bæ sem gaf okkur mikið.  Eigðu góðan dag mín kæra 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Ein-stök

Mér finnst þetta bara frábær hugmynd Hólmdís  Væri sko alveg til í að taka þátt í svona mótmælum. Kominn tími til að hætta að sitja tuðandi úti í horni og beygja sig svo bara og halda áfram að taka á móti ósómanum í óæðri endann  

Ég held líka að við Íslendingar þyrftum að hætta allri kortanotkun við matarinnkaupin. Það hefur ótrúleg áhrif á mann að fara með pening í veskinu í staðinn fyrir kort (sama hvort það er debet eða kredit) því þá verður maður að spá meira í það hvað hlutirnir kosta. Held að ansi mörg okkar geti ekki svarað spurningum um hvað mjólkurlíterinn eða matarbrauðið kostar frá einum tíma til annars.

Ein-stök, 5.4.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já er þetta ekki bara góð hugmynd....þarf bara að breiða boðskapinn út. Leggjum okkar hausa í bleyti...

Hólmdís Hjartardóttir, 5.4.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið svakalega er orðið dýrt að láta deigan síga.

Theódór Norðkvist, 6.4.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband