7.4.2008 | 01:34
Rólegasta kvöldvakt sem ég hef átt lengi.
og því nægur tími fyrir áróður. Lét hjúkkurnar lesa uppreisnarfærsluna mína og öll kommentin. Allir voru sammála og til í aðgerðir. Ég reyni að koma boðskapnum inn á blogg annara.Vonast til að þið sem flest gerist áróðursmeistarar, annars gerist ekkert. Hvaða matvöruverslun er dýrust? Byrjum þar. Ég vil leyfa þeim fáu sem eru ;kaupmaðurinn á horninu: að lifa. Bendi þeim sem ekkert skilja í því sem ég er að tala um á bloggið mitt ,uppreisn: Eftir svona 10 daga ætti að vera hægt að tilkynna hvar aðgerðir byrja og gefa svona 3 daga til þess að kynna það. Fyrstu aðgerðir skulu hefjast 20. apríl á afmælisdegi Hitlers og Elísabetar Englandsdrottningar. Stöndum saman einu sinni.
Við getum haft áhrif...ég er sannfærð um það. Hjálpið mér að breiða út fagnaðaerindið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru ekki klukkubúðirnar lang dýrastar??
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:41
Jú ég held það Jóna Kolbrún. Eigumvið að byrja á að frysta 10-11??
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 01:50
Ég slæ ykkur öllum við og sleppi bara alveg að versla Lét spaug, mér líst vel á þig Hólmdís og ég vona að þið fáið góðan stuðning, ég verð með í anda
Sporðdrekinn, 7.4.2008 kl. 02:17
Takk kæri sporðdreki...nú er að duga eða drepast.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 02:22
"Klukkubúðir" eru sannarlega dýrastar. Svipað er um allar verslanir sem hafa opið utan (gamla) hefðbundna afgreiðslutímans.
11 / 11 eru rosalega dýrar en þar er líka veitt þjónusta sem kostar stórfé - að hafa opið fram á kvöld og jafnvel allan sólarhringinn.
10 / 11 fer ég sjaldan í. Þar eru bæði dýrar og einstaklega óaðlaðandi (kaupi frekar mjólkurlítra á bensínstöð!)
Samkaup falla undir það sama (langur afgreiðslutími, mjög hátt vöruverð)
Netto er rekið af þeim sömu og Samkaup en þar er verð mjög hóflegt og fínt að versla þar. Verðið ekki mikið hærra en í Bónus og úrvalið oftast meira.
Nóatún er pjattbúð. Allt á að vera svo "hágæða" og flott. Þar hef ég samt keypt tilbúinn mat sem reyndist vera rækjur sem höfðu legið lengi í öndunarvél, enda svipaðar undir tönn og skósólar (hef svolítið tuggið af þeim)
Hagkaup er eiginlega "hvorki, né" þar er gríðarlegt úrval og verð í samræmi við það, hvorki ódýrt né óheyrilega dýrt.
"Þín verslun" Veit lítið um þær.
Beturvitringur, 7.4.2008 kl. 08:34
Hólmdís mín, flott framtak hjá þér og ég er alveg sammála þér. Ætli fólk sé nú samt ekki yfirleitt að versla þar sem það er mest þægilegt fyrir það, annaðhvort í leiðinni eða vegna þess að það kann best á einhverjar ákveðnar búðir. Það er það allavega í mínu tilfelli.
Er sammála "Beturvitringi", að Nettó er fín búð, þar versla ég yfirleitt stórinnkaupin. Þegar ég fer í Nóatún finnst mér ég vera pínu "fín", en þangað fer ég yfirleitt bara ef ég ætla að kaupa gott kjöt og sérstaklega góðan fisk. Mér finnst ekki margar búðir bjóða upp á gott úrval af ferskum fiski. Nóatún nota ég líka til að kaupa Gourmet-vöru, sem oft finnst ekki í ódýrari búðunum. Ég myndi örugglega nota Bónus meira, ef hún væri einhversstaðar á leið minni, en nenni ekki að taka mikla útúrdúra til þess að versla. Krónan er líka fín, það eru fínar Krónu-búðir hingað og þangað og ein nálægt mínu heimili - miklu betri en Bónus finnst mér, stærri búðir og meira úrval fyrir næstum sama pening.
En ég er til í að taka þátt í svona samstilltu átaki Gæti verið fróðlegt að sjá hvort það hafi áhrif til lengri tíma.
Góður baráttuandi hjá þér!!
Lilja G. Bolladóttir, 7.4.2008 kl. 10:54
Ég fór í 10/ 11 um helgina og tók ekki körfu því mig vantaði svo lítið. en eftir að hafa borgað hefði mér ekki veitt af stórri körfu undir sjokkgenin. .
Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.4.2008 kl. 11:57
Ég versla í öllum þessum verslunum.....reyni þó að fara oftast i Bónus. Ég held að það ætti að byrja á 10-11
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 12:27
Ég vil byrja 20.aprí, þá ætti þetta að vera búið að kvisast vel út....ef allir breiða út boðskapinn.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 12:28
Blessuð gamla mín, aldeilis rok hjá þér núna, líst rosa vel á þetta, vil bæta við að 20.apríl er líka afmælisdagur mömmu, hún hefði sko örugglega tekið þátt. Hér höfum við Nóatún, Bónus og Þín verslun, verð með þegar þið eruð með búðir sem ég kemst í, er reyndar í smá stræki þessa síðustu daga og verð líka næstu, fer nær ekkert í búð, borða fisk og kartöflur og ávexti og grænmeti með, er að spara. Baráttukveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 12:32
Já Anna Ragna10 -11 er sennilega dýrust. Já Ásdís vona bara að hvessi duglega.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 12:50
Fín hugmynd. Ég sniðgeng alveg 10-11 og það gera flestir sem geta, held ég. Þannig að byrja á þeim hefur kannski ekki mest áhrif?
María Kristjánsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:27
Það er frjálst að koma með tillögur um hvar á að byrja
Hólmdís Hjartardóttir, 7.4.2008 kl. 14:30
Er ekki best að byrja í vínbúðinni?
(bara létt spaug)
Hallmundur Kristinsson, 8.4.2008 kl. 21:49
Kemur ekki til greina Hallmundur.....nema að vera búinn að byrgja sig vel upp
Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.