Nei nú mótmæli ég

í garðinum mínum var vor í morgun. Hvítur blómstrandi lykill. Snæstjarna og krókusar brosandi mót sólinni. Bersarunnin að bólgna út og gljámispillinn að laufgast. Fór meira að segja á opnum skóm á kvöldvaktina.

       Og svo fór að snjóa....og snjóa. Al Gore breytir veðrinu hvert sem hann fer. Ekki hleypa honum inn í landið aftur nema um hávetur. Plís..

    En enn og aftur.....tökum afstöðu gegn okri. Var með áróður í vinnunni í kvöld. Vil fá tillögur um aðgerðir á bloggið mitt. Vil að þetta verði eitthvað. Án láta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór líka á inniskónum í vinnuna mína í kvöld, ég þurfti að skafa 10 cm. snjólag af bílnum mínum eftir vaktina The Al Gore effect er að verða víðfrægt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er hann ekki farinn? -  Þökkum bara fyrir að hann kom ekki yfir háveturinn þá hefði komið "ísöld". - Það er líka miklu betra að fá kappann að vori, verra ef hann hefði komið með snjó í júlí. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er ekki einleikið stelpur. Vonandi kemur hann aldrei hér að sumri til Lilja. Góður pistillinn þinn. Tökum Daríó Fó á þetta!!!(Samanber Lúkas)

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 02:36

4 identicon

Það eru víst mörg dæmi um kólnum á svæðum sem hann heimsækir. Auðvitað ekki á mínútunni sem hann stígur út úr vélinni en svona í kringum heimsóknina.

Eru æðri öfl að reyna að segja okkur eitthvað?

Geiri (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 06:55

5 identicon

Aðgerðirnar koma af sjálfu sér. Fólk kaupir ekkert peningalaust. Mér fannst gott það sem Þórhildur Þorleifsdóttir sagði í Kastljósinu um daginn þegar hún rifjaði upp verðbólgubasl fyrri ára og dýrtíðina þá: Maður þarf að ákveða hvað maður getur ekki borgað þessi og þessi  mánaðarmótin - velja þá úr sem maður verður að svíkja.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Guðmundur Þórhildur var ágæt.....og þetta eru ekki verstu tíma í Íslandssögunni. En græðgi er græðgi, okur er okur.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband