Ísskápurinn fullur.

 Við vinkonurnar brugðum okkur í Bónus í dag.  Ég keypti kjöt á 40% afslætti og gerði bara ágæt kaup. En ég gerði

 smá verðkönnun. Bananar kosta;

í 11-11 269kr kg

í Bónus 279kr kg

í 10-11 289 kr kg.

Svo Bónus er nú ekki alltaf lægst. En salernispappírinn sem kostar 1099 í 10-11 kostar 695kr í Bónus.(eru þetta ekki sömu eigendur sem borga eitt innkaupsverð? )

Hvet ykkur enn og aftur til að vera vakandi. Geymið strimlana. Og nú er ég að sjóða Íslenska kjötsúpu. Stalst til að setja smávegis af fersku chilli í hana.

...auk þess þykir mér það merkileg frétt að Grímseyjarferjan hafi komist til hafnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Namm kjötsúpa, væri til í hana núna þó fyrir utan chilli-ið

Ég hefði EKKI vilja vera með í þessari fyrstu ferð ferjunnar, flestir ælandi og spúandi fyrir borð

Góða helgi

M, 11.4.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

18 mars kostaði pappírinn 747kr.

Takk fyrir innlitið M og  góða helgi  sömuleiðis.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Beturvitringur

Ekki gleyma Euro-pris. Sumar vörutegundir kaupi ég ætíð þar, búðin er líka nálægt mér (borgar sig ekki að aka langar leiðir). Úrval er lítið, eða frekar mikið úrval af mjög fáum vöruflokkum!

Þar keypti ég, til skamms tíma, 8 skeinararúllur á 79 kr, eru nú komnar uppí 120-130kr.

Beturvitringur, 12.4.2008 kl. 01:58

4 Smámynd: Beturvitringur

Ég meina sko 8 = átta rúllur á (fyrst 79 kr. þ.e. 10kall rúllan) 130kr (rúllan innan við 20kall)

Beturvitringur, 13.4.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband