Rauðir límmiðar.

    Á morgun ætla ég í bókabúð að kaupa mér rauða límmiða.  Og ég ætla að klessa þeim alls staðar þar sem vantar verðmerkingar.  Og ég ætla að kaupa hvíta límmiða til að skrá hilluverð á þær vörur sem ég set í körfu. Og krefjast þess að fá þær á hilluverði. Dóttir mín sem vinnur í matvöruverslun segir að ef fólk geri athugasemdir við misræmi fái það vöruna á hilluverði. ; En mamma við höfum ekki undan að breyta hilluverði:. Vörurnar hækka svo hratt.

  Á morgun eru Neytendasamtökin með átak gegn þessu misræmi. Tökum þátt, stöndum saman. Ég bendi á blogg þóru Guðmundsdóttur um þessi mál. Svo legg ég til að klukkubúðir og Hagkaupsverslanir og Nóatún verði allar sniðgengnar í næstu viku. Frá laugardeginum 18. apríl.

Vöknum.

 Karlinn í tunglinu er að horfa á mig akkúrat núna, sá er flottur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að gera sama á morgun, en ég vona að ég fái rauðu miðana í Bónus á Grandanum.  Það er mín verslun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vona að það verði eki bara til rauð hjörtu

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 02:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti að vera ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Beturvitringur

Ég er í þessum klúbbi.

Verslunarfólk hikar sjaldan við að breyta verðinu þegar maður bendir á misræmi í hillu- og kassaverði. Aumingja Elko gamli varð einu sinni að selja mér hlut á rúm 12þús í stað ca 18þús. Varan var ekki merkt í hillu svo ég spurði. Þegar að kassa kom var verðið 50% hærra. Starfsmaður staðfesti að hann hefði gefið mér upp vitlaust verð, svo ég borgaði það fyrir!  Upplýsingar frá starfsmanni = upplýsingar í hillu = það sem greiða skal.  Maður verður líka að bjarga sér og mótmæla (allavega fetta fingur)

Beturvitringur, 16.4.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband