Húsið mitt.

.....Það eru að verða sex ár síðan ég flutti á jarðhæðina hér á Rauðalæknum. Valdi hana vegna þess að hér voru stór herbergi fyrir dæturnar og stór garður. Gerði ekkert nema að mála og flytja inn. Ef eitthvað heyrðist í fólki við þessa vinnu var kústurinn á efri hæðinni óspart notaður til að berja í gólfið...Hér var aldrei notaður bor eða hamar eftir 10 á kvöldin.

......svo var flutt inn. Forstofan er sameign þó ég sé ein um að nota hana sem inngang....nema þegar íbúar efri hæðar eru drullugir..þá er gengið hér um. Ég setti lausan fataskáp og 2 myndir á vegg í þetta rými og var minnt á það ca. 100 sinnum að þetta væri sameign. Ég vildi mála þessa sameign en það þótti ekki tímabært þrátt fyrir ónýta málningu. Þó bauðst karlinn til að mála með mér tveimur dögum fyrir fermingu.....þá var ég ekki til. En þetta hafðist tveimur árum síðar. Gólfefni er ónýtt, reikna með að geta hugsanlega skipt eftir 10 ár. Vil fá að gera það bara sjálf. Eins hafði ég boðist til að mála sameignina sjálf og á eigin kostnað en fékk blátt bann. Átti afgangsmálningu og skellti henni á skítugt þvottahúsið og fékk skammir fyrir. Tek fram að ég málaði hvítt yfir hvítt.

...Jæja hjónin tilkynntu  að ég mætti þvo þvott í eigin vél 3 daga í viku , miðvikudagur væri frjáls. Aðra daga mætti ég ekki koma í þvottahúsið. Þau sögðust hafa kallað á lögreglu vegna fyrri íbúa vegna deilna um þvottahús.

Eitt sinn setti ég í vél á öðrum degi en þeim hentaði og voru þau komin umsvifalaust niður og sögðu að það færi gufa í þvottinn þeirra frá vélinni minni.  Þvotturinn þeirra var vinnugalli bóndans, hann er bifvélavirki. Engin gufa kemur frá vélinni og hún er mjög hljóðlát....annað en hávaðavélin þeirra.

Í sumar lánaði ég frænku minni íbúðina í viku og fékk hún yfirlestur um umgengni og ljósanotkun.

Í kvöld setti dóttir mín í vél á ólöglegum degi og komu þau hjón bæði snarlega niður með ljótan munnsöfnuð.

 Loksins þegar sameign var máluð spurði ég konuna hvort þetta væri nú ekki munur. Hún hreytti út úr sér að þetta væri óþarfi.

Ég þurfti að skipta um gólfefni hér og var sett ódýrasta  plastefni hér...hún var yfir sig hneyksluð hitt hefði nú ekki verið svo gamalt.

 Í haust skipti ég um eldhús og fór frúin þá hamförum. Ég setti upp lítinn skáp í sameiginlegu þvottahúsi....sambærilegur að stærð og það sem þau eru með naglfast. Og var búinn að nefna það við bóndann.  En þau voru erlendis þegar þetta var gert. Þeirra fyrsta verk við heimkomuna var að koma hér bæði í ham. Þú ert bara farinn að innrétta þvottahúsið. Þú tekur þetta niður strax. Ég neitaði og sagði ef þetta fer niður fer líka niður það sem þið hafið skrúfað upp.....og ekkert hefur gerst ennþá.

Í tvígang hafa mín gólf verið brotin upp vegna rottugangs með öllum þeim óþægindum sem því fylgja........og ég fékk sko að vita að þetta væri bara fyrir mig. Sit uppi með ónýtt nýtt gólfefni.

Garðurinn.....ég sé að mestu um hann og hef eytt hundruðum þúsunda í hann. Frúin stígur aldrei inn í hann. En karlinn sagaði niður allar sírenur um daginn og eyðilagði að mínu mati.  En tekur alls ekki það sem mér finnst að þurfi að fara.

En mér er sagt af öðrum íbúum hússins að þau hafi látið svona við alla íbúa frá upphafi. Þau hafa eitt upp á okkur að klaga og er það reykingalykt úr forstofuherbergi dóttur minnar og er ég jafnpirruð og þau og hef bent þeim á að segja bara eitthvað við hana sjálf.

Sem betur fer eru aðrir íbúar hússins hinir elskulegustu og hrósa garðinum og sameigninni sem ég sé ein um að halda hreinni.

   Þetta var smáútrás mér líður betur og enginn er neyddur til að lesa þetta.

Á morgun fer ég í Bónus vopnuð rauðum límmiðum og geri innkaup fyrir vikuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ææ en hræðilegt að hafa svona hryðjuverkanágranna.  Það ætti að banna þá með lögum.  Ég hef heyrt um svona nágranna á neðri hæð, ef stóll var hreyfður á efri hæð var bankað með kústskafti og ekkert smá bank, loftin þar hljóta að vera götótt eftir allt bankið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 03:10

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef reynt fram að þessu að vera friðsæl. En loksins svaraði ég þeim. Síðan hafa þau ekki þorað að segja neitt við mig en ráðast þess í stað á börnin mín og gesti.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:13

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég átti nágranna fyrir nokkrum árum, sem bjó á neðri hæðinni hjá mér.  Hún kvartaði yfir því að það heyrðist niður þegar hundurinn minn gekk yfir stofugólfið mitt.  Ég var og er með flísar á stofunni, enginn hefur kvartað síðan.  Klærnar á hundinum gerðu smá hljóð sem fór í þessa frú, sem betur fer er ég laus við hana og hennar börn sem voru mjög háværar grenjuskjóður, eins og foreldrarnir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 03:15

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég kannast við einn vinnufélaga mannsins...sá kenndi mér að höndla hann. Þeir höfðu nefnilega þurft sérstaka aðferð sem unnu með honum. En fyrst og fremst er það frúin sem á erfitt held ég. Ég passaði einu sinni kött hér í mánuð og lét þau vita. Hennar svaraði með þjósti...ég hef nú orðið vör við hann var nærri dottin um hann. Kötturinn var þá ekki kominn í hús. Ég sagði ekkert. Kattapabbinn var bróðir Davíðs Oddsonar....hefði fengið hann mér til fulltingis ef eitthvað hefði gerst. 

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:20

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  alveg óborganlegt !! ég er farin að sofa, vakning hérna eftir 4 tíma  Ég myndi gera mér far um að móðga kerlinguna við hvert tækifæri, þá fengir þú smá frið!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 03:24

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Góða nótt.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:36

7 identicon

"Erðanú" fjölbýlisþroski eða hitt þá heldur.  Það væri hægt að gefa þetta út sem skemmtilesningu þótt þetta sé ekki skemmtilegt fyrir þig. Manstu-einu sinni var nyrðra talað um kerlu nokkra, sem kom fyrir síld ofan á rafmagnstöflunni, til ýldumyndunar......   Kv. Leifur Árna

L (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svona fólk á að búa í einbýli, langt frá öðrum mannabústöðum.  Þú hefur alla mína samúð.....og sírenan, hvað hafði hún gert þeim?

Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll Leifur...síldarkonan var nú fræg í Þingvallastrætinu.  Já Sigrún. Þetta var glæpasírena.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 10:40

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef flutt út af svona nágrönnum.  Fannst lífið of stutt og dýrmætt til að eyða því í návist svona fólks, en auðvitað er það hægara sagt en gert.

Sumt fólk á ekki að vera í mannlegu samfélagi.  Það á að vera við veðurathuganir á Hveravöllum eða annars staðar í óbyggðum, þar sem ekki þrífast mannlegar verur.  Þetta getur þú sagt þeim frá mér.  Arg hvað ég verð pirruð.

Kveðja inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 11:29

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Jenný......þau væru ágæt sem vitaverðir einhvers staðar. Vinkona mín flutti í fyrra vegna svona nágranna.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 13:27

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Oj bara, óþolandi nágrannar. Ég á einn svona fýlukall sem býr í stigaganginum mínum, það er ekki nóg með að hann sé leiðinlegur heldur leggur hann sig sérstaklega fram um að vera enn leiðinlegri en hann er.

Svona fólk hlýtur bara að lifa einstaklega óspennandi og ófullnægjandi lífi!!

Baráttukveðjur!!

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 16:38

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er slæmt að hafa svona fólk í nálægð.

Góða helgi Hólmdís mín. Er í fríi um helgina svo þú  komið til okkar og fengið þér eikað við þessu.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.4.2008 kl. 19:00

14 Smámynd: Haffi

Vá...ég bý í himnaríki miðað hvar þú býrð.  Mín vandamál eru bara smámál miðað við þín.  Gangi þér vel með þessar mannfrekskjur.  Þau hafa greinilega ekki sambýlisþroska.

Haffi, 18.4.2008 kl. 19:48

15 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

ÚFF! Ekki ertu öfundfsverð. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég fer ekki í fjölbýli. Er í raðhúsi núna og finnst það ,,too much". Vil fá að hafa hlutina eftir mínu höfði, án íhlutunar annarra. Þú átt aðdáun mína alla fyrir að þola þetta, ég gæti það aldrei

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:12

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlitin. Ég hef aldrei lent í svona fólki fyrr. Reyni að halda frið en læt samt ekki allt yfir mig ganga. Anna Ragna  er mv. laugard og kv sunnudag. Er búin að liggja veik í rúminu í dag  með syklalyf ig ventolin...vonandi skárri á morgun.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 23:34

17 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Á Silfurteignum rétt hjá þér  ólst ég upp,við bjuggum þar í 17 ár og fyrstu 10 árin voru svona eins og þú lýsir,pappi var þá mikið á Keflavíkurflugvelli og kom bara um helgar heim og eitt skiptið þegar hann kom heim var mamma marin á kinn eftir kallinn á miðhæðinni vegna þess að hún tók vatn í fötu í þvottahúsinu pabbi talaði velvöld Íslensk orð við hann svo karl var hræddur og fór hægt í nokkrar vikur en það má seigja að svona hafi þetta verið í öll þessi ár alltaf ósætti.

Guðjón H Finnbogason, 18.4.2008 kl. 23:42

18 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef alltaf verið heppinn með nágranna, en dóttir mín og tengdasonur, búa með  þrjú lítil börn,  fyrir ofan konu sem er alveg ótrúleg, hún kvartar stöðugt undan hávaða frá börnunum, um að hún heyri ekki í sjónvarpinu því þau séu hlaupandi um allt,  m.a.s. þegar elsta er ekki heima, því hann er á leikskóla á daginn, eða þegar hann er sofnaður, og svo tvíburarnir, ekki farnir að ganga en hún kvartar undan hlaupunum í þeim.

  Svo um helgar eru stanslaus partý hjá þessari konu, og bassaboxin þá, stillt í botn, og þá geta barnabörnin ekki sofið, og gráta af hræðslu yfir öskrum og látum niðri. -  Þá hringir einhver íbúi á lögregluna, en konan rífur bara kjaft við lögregluna.  Þetta er alveg með ólíkindum.  Ég gæti ekki búið við svona, ég mundi bara flytja. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:46

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðjón það hefði átt að kæra þinn nágranna ef móðir þín var marin eftir hann.  Lija Guðrún það er óþolandi að búa við partýstand hverja helgi þegar maður er með lítil börn. Dóttir þín á samúð mína alla. Hvernig er hægt að kvarta þó eitthvað heyrist í litlum börnum. Góða helgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 00:06

20 Smámynd: Beturvitringur

"Þetta var smáútrás mér líður betur og enginn er neyddur til að lesa þetta."

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef sagt, bloggið getur verið andlega heilsubætandi. Útrás næst þótt enginn lesi skrifin.

Mikið er til af veiku fólki, ég er greinilega mjög blessuð í minni blokk (kannski eru hinir að brjálast á mér?!?) 

Svo rís fólk upp og æsir sig og mótmælir ef koma á upp sambýli í e-u hverfinu. Ég þori að lofa því að þeir einstaklingar þótt geðsjúkir kunni að vera, eru ekki eins bilaðir og þetta fólk sem hefur verið lýst.

Auðvitað hefur konan ekki þolað hlaupin í börnunum (sem ekki voru farin að ganga) eða anna hávaða, hún hefur verið í þynnku og svo undirbúningi fyrir næsta djamm!

Beturvitringur, 19.4.2008 kl. 01:52

21 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur. Takk fyrir innlitið. Mér finnst ótrúlegt þegar fólk amast við börnum. Öll vorum við börn og flest eigum við börn....og oftast eru þau okkur til gleði.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 02:08

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njóttu helgarinnar sömuleiðis Helga.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 02:10

23 Smámynd: Landrover

Sæl:) það er alveg ótrúlegt hvað nágrannar geta verið ömulegir...dóttir mín bjó í stigagangi með tvö börn ...og það var ekki mikill fögnuður yfir börnunum...einu börnin í ganginum... þurrkarinn þeirra fór í taugarnar á sumum.... lóin úr honum gekk aftur;) hehee...ég var einhvertíman að hengja upp fyrir hana í þvotta húsinu og þá kom einn nágranninn og tilkynnti mér að ekki mætti hengja akkúrat þarna megin á snúrunna....dö..og þannig var öll þeirra framkoma...sífellt nöldur... Sonur minn og tengdadóttir lentu líka í svona í tvíbýli... þau sem fyrir voru ,,áttu,, garðinn og húsið að sínum eigin dómi...... ég er svo fegin að búa í einbýli úti á landi og er meira að segja svo heppin að húsið er aðeins í jaðri þorpsins ....ekki einu sinni nágrannar:)....þú átt alla mína samúð og ekki láta þau vaða yfir þig SVARAÐU ÞEIM! ...eigðu góða helgi......

Landrover, 19.4.2008 kl. 10:30

24 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Já, nóg er af fólki sem virðist fá útrás á þennan hátt, ég minnist þess nú þegar ég var átta ára og hjónin sem bjuggu á efri hæðinni bönnuðu dóttur sinni að leika við mig því ég væri skrítin, og það var vegna þess að ég gaf henni einhvern tíman brauð og klukkan var ekki orðin fjögur, sem setti víst alla matartíma í uppnám  svona getur þetta stundum verið, það er ekki fyrir alla að eiga nágranna..

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:10

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hekla og Landrover takk fyrir innlitin. Það er ekki spennandi líf hjá fólki sem lætur svona. Hvar býrð þú Landrover.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 17:14

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er mjög erfitt, næstum ekki hægt að búa nálægt svona fólki.

Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:42

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlitið Marta.....nei það er næstum ekki hægt að búa við þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband