Vopnuð rauðu

Skrapp í Bónus seinni partinn vopnuð rauðu límmiðunum mínum. Var ánægð að geta ekki notað nema 3 miða. Gaf mér ekki tíma til að merkja mínar vörur með hilluverði en skoðaði strimilinn og fékk þann afslátt sem auglýstur var. Ég keypti 1 pela af rjóma sem kostaði 22 kr meira en sá sem ég keypti 11. apríl. Aðeins eldfimi bökunarpappírinn var í boði í Bónus. Skaust því inn í Hagkaup og þar var sama staðan.  Ég vona að ég hafi meiri tíma í næstu verslunarferð til að bera saman hilluverð og kassaverð......sennilega er víða treyst á að við séum að flýta okkurWoundering  Og nota bene verslaði ekki í Hagkaup. Höldum vöku okkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú stendur þig vel stelpa.  Ég er líka stöðugt á vaktinni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætlaði að kaupa brauð í Hagkaup í fyrradag, heilsubrauð sem mér finnst mjög gott svona af og til.  Þegar ég sá verðið á brauðinu hætti ég snarlega við að kaupa það, gamla verðið var að mig minnir 319 krónur á föstudaginn kostaði brauðið 459. Bara venjuleg stærð af brauði óskorið.  Ég ætla ekki að versla í Hagkaupum á næstunni.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er ótrúleg hækkun á brauðinu. Takk allar fyrir innlitin og góða helgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Beturvitringur

Rosalega ert þú góður fulltrúi neytenda, takk fyrir.

Beturvitringur, 20.4.2008 kl. 02:11

5 identicon

Sjálfur leit ég eitthvað vitlaust á verðmerkingu og keypti, þá hollustu vöru, matarkex merkt Bónus. Mér fannst að það kostaði 179 kr. kílóið, en það reyndist vera 379 kr. kílóið. Þetta var ekkert vitlaust verðmerkt hjá þeim. En ég spyr, er kíló af matarkexi ekki eitthvað of dýrt ef það kostar 379 kr? Það er nú ekki eins og þetta sé hávísindaleg framleiðsla - ný uppskrift á hverjum degi!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 02:46

6 Smámynd: Brynja skordal

já það er eins gott að fylgjast með það er nú bara oft þannig að fólk er að flýta sér að versla og pælir lítið í þessu en je minn það eru sko lúmskar hækkanir úff eitt brauð á nærri 500 kr hvar endar þetta hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þakka ykkur innlitin. Guðmundurég held að kexið "kosti" ekki svona mikið. Og eitt brauð kostar engar 500 kr.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:48

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þakka ykkur innlitin. Guðmundurég held að kexið "kosti" ekki svona mikið. Og eitt brauð kostar engar 500 kr. En viðeru auðvitað líka að borga launakostnað bakara ogverslunarfólks.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:49

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við erum

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:50

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér tókst ekki að laga  þessi snilldarsvör mín

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:58

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð í verðlagseftirlitinu.  Ég fylgi á eftir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 13:59

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki veitir af Jenný.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 14:45

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Að fara í verslunarferð vopnuð rauðu. Maður bara hrekkur við að sjá svona fyrirsögn. Eins gott að þetta voru bara saklausir límmiðar. En gott hjá þér að fylgjast með, ég er einn af þeim sem alltaf er á hlaupum í verslunarferðum svo líklega gef ég mér aldrei tíma í límmiðana.

Haraldur Bjarnason, 20.4.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert að standa þig vel í verðlagseftirlitunu

Sigrún Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:01

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég allavega verslaði hvergi í dag...... ætluðum við ekki að sleppa því 20. apríl??

Viðurkenni nú oft að vera á hlaupum í búðunum, en maður á að gefa sér tíma til að rétt renna yfir strimilinn áður en maður labbar út. Ég hef oft tekið eftir því, að ég hafi t.d. borgað tvisvar fyrir einn pela af rjóma, borgað fyrir átta skyr í staðinn fyrir sjö og þess háttar smámuni.... en þeir telja engu að síður og engin ástæða til að vera að gefa búðunum þennan pening. Nóg fá þær!!

Lilja G. Bolladóttir, 21.4.2008 kl. 01:55

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlitin. Aðalmálið er auðvitað að láta ekki endalaust hafa sig að fífli og gera athugasemdir þar sem þaðá við.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2008 kl. 09:07

17 Smámynd: Katan

http://visir.is/article/20080421/FRETTIR01/128236667

Athugaðu þetta hólmdís! :D         

Katan , 21.4.2008 kl. 10:23

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Kata

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband