Lögregla beitir táragasi.

 Ég sit hér niðri í bæ og sé ekki neitt. En er þörf á táragasi??? Er lögreglan að æfa aðgerðir gegn hryðjuverkum? Nú vona ég að sem flestir fulltrúar fjölmiðla séu á staðnum  og mörg vitni að aðgerðum. Ég held að aðgerðir lögreglu muni einungis æsa lýðinn. Hver er ábyrgur ef slys verða á fólki??
mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Reykjalín

Skv. fréttinni sem þú tengir við þá var fólk farið að grýta lögregluna. Kemur það þér virkilega á óvart að lögreglan skuli beita valdi í svona stöðu?

G. Reykjalín, 23.4.2008 kl. 11:17

2 identicon

samkvæmt mínum heimildum þá var farið að grýta EFTIR að táragasinu var beitt...

Ásrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:20

3 identicon

tímaröðin er eitthvað svo fuzzy í þessari frétt, beitti lögreglan táragasi og var síðan grýtt eða öfugt ?

En já .. bara hasar .. 

gka (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:21

4 identicon

Kemur það þér ekki soldið á óvart að það sé komin upp þessi staða, afhverju í andskotanum eru pólítíkusarnir ekki búnir að draga hausinn útúr rassgatinu á sér og farnir að gera eitthvað ?

Arnar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:21

5 identicon

Gott hjá löggunni. Ef eitthvað er þá er löggan ekki að gera nóg. Það ætti bara að gera þessa atvinnubílstjórafífl réttindalausa ef þeir halda þessari vitleysu áfram.

Gulli (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vona að nægilega mörg vitni séu á staðnum. Tímaröðin skiptir máli. Var lögregla grýtt fyrir eða eftir táragas??? Auðvitað á ekki að grýta lögreglumenn. Ég er óskaplega smeyk um að lögregla fari offari. Og svo eru einhverjir mótmælaendur sem missa sig.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband