Leggjast skurðaðgerðir af á Íslandi??

Er búið að semja við erlendar heilbrigðisstofnanir um að taka aðgerðarsjúklinga frá Íslandi.?? Allt stefnir í að skurðstofuhjúkrunarfræðingar og geislafræðingar hætti störfum Landspítala 1.maí. Verður stöðugt sjúkraflug til útlanda??  Eins gott að drífa sig í að veikjast eða brjóta sig núna ellegar sleppa því.  Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og hef ég heyrt að einhverjir ætli ekki að ráða sig aftur þótt semjist. Spítalinn er þegar búinn að tapa fólki. Ekki er nú á álagið bætandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er náttúrulega skelfilegt rugl.

Á alltaf eftir að fara í eina aðgerð, ætli maður geti ráðið staðarvali? Frakkland t.d., mig hefur alltaf langað til Parísar.

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð nú bara að segja að mér finnst þetta skelfilegt.  Hvað ætla menn að gera???   annars sendi ég sumarkveðju til þín og þakka bloggvináttu í vetur.  Eigðu ljúfa helgi   Love Gaze 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: doddý

hæ hólmdís og takk fyrir innlitið

já samstaðan stendur og mun standa. það er ekki á neyðaráætlun spítalans að ferja fólk til útlanda, á norðurlöndum t.d. logar allt í verkföllum. fólk sem slasast og getur beðið ( er ekki að blæða út og líffæri eru ekki í hættu) bíður bara og fær verkjalyf og legudeildar fyllast af fólki á meðan. eins og aðstæður séu ekki nægilega erfiðar fyrir þar!

svona eru nú faglegheitin hjá yfirmönnum á háskólasjúkrahúsi landspítala á íslandi - þetta reddast bara einhvernvegin að þeirra sögn.

haltu þig heima og farðu varlega  kv d

doddý, 25.4.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er stolt af samstöðunni meðal hjúkrunarfræðinganna á LSH. Öll stéttin þarf að gera slíkt hið sama.

Einhverja B-áætlun virðast stjórnendur hafa, fá varla hjúkrunarfræðinga frá Norðurlöndum miðað við ástandið þar og okkar stuðning við þá.  Kennski einhverja frá Asíulöndum þar sem atvinnuleysið er mikið. Í öllu falli er hrokinn þvílíkur í stjórnendum að þeir telja sig augljóslega ráða við aðstæður og ætla sér ekki að gefa eftir.

Sami tónninn í Önnu Stefáns og forsætisráðherra, þeir sem ekki hlýða verða rassskelltir.

Smá leiðrétting Doddý, þeir sem bíða fá ekki einu sinni verkjalyf og komast ekki allir á legudeildarnar. Þeir verða bara að dúsa á biðstofunni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er skömm að þessu, hvernig heilbrigðiskerfið hefur þurft að líða fyrir kerfisbundið fjársvelti undanfarin ár.  Og varla heyrast mótmæli, það er eins og fólki sé sama um þetta.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þakka ykkur öllum innlitin. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu málið er alvarlegt. En skurðstofuhjúkrunarfr standa saman. Það er lítill tími til stefnu. Samningar allra hjfr. eru svo lausir sem og fleiri heilbrigðisstétta.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 00:57

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er alvarlegt mál, því er ekki að neita.

Gleðilegt sumar

Sporðdrekinn, 26.4.2008 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband