26.4.2008 | 15:42
Andlátstilkynning
Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna það en Florence Nightingale er látin. Ég hef starfað sem hjúkrunarfræðingur í 26 ár. Allan þann tíma hefur verið mannekla....sem fer versnandi. Allan þann tíma hafa launin verið lág...og fáránlega lág miðað við álag og ábyrgð. Sú var tíð að ég þurfti að kalla út lækni ef ég þurfti á salerni....því enginn var annar til að leysa mig af.
Í 20 ár hæddist fyrrverandi eiginmaður minn af laununum mínum. Vinnutíminn er ekki fjölskylduvænn. Margir hjfr. lenda í árekstrum við maka vegna vinnutíma. Okkar vinnuskylda breytist ekkert þegar eru jól eða páskar. Alla daga er hringt og þú beðinn að vinna meira. Alla þá daga sem þú neitar vinnu siturðu uppi með samviskubit því neitunin bitnar á vinnufélögum eða sjúklingum.
Ég persónulega vinn flestar helgar og rauða daga til að hífa launin mín upp. Öðruvísi gæti ég ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar (lítil íbúð, enginn bíll).
Í hvert skipti sem hjúkrunarfræðingar standa í kjarabaráttu eru þær gagnrýndar fyrir svik við skjólstæðinga...eru hjartalausir eiginhagsmunaseggir. Við bara getum ekki lifað af góðmennskunni.
Í hvert skipti sem hjúkrunarfræðingar standa í kjarabaráttu er þjóðarskútan að sökkva.
Er eðlilegt að álagið sé stöðugt svo mikið að fólk er algerlega búið á því þegar heim er komið? Margir hjúkrunarfr. eru með þokkaleg laun eftir 200% vinnu. Finnst fólki bara í lagi að konur séu í sjálfboðavinnu árið um kring? Stöndum með skurðstofuhjúkrunarfræðingum og geislafræðingum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stend með ykkur 100%! Verst að þið skulið ekki eiga 10 hjóla trukka til að vekja athygli á málstað ykkar!
Soffía (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 15:55
Takk Soffía. Ég er ekki skurðstofuhjfr. og er fyrir löngu búin að gefast upp á Landspítala.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 16:05
Þetta er sorglegt!
Ragga (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:14
Já þetta er sorglegt Ragga en vinnan mín er samt oft gefandi.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 19:00
Ég skil þig vel að vera búin að gefast upp
Það eru nú margir búnir að gefast upp á Landspítala og ég held að enn fleiri eiga eftir að gera það. Sumrin eru yfirleitt mjög erfið og aldrei nein umbun að ráði fyrir að vinna einn/ein starf sem ættu að vera í höndum amk 2 hjúkrunarfræðinga
Hrönn (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 12:54
Góð færsla hjá þér Hólmdís. Mér finnst alveg ótrúlegt að ástandið á Lsp skuli ekki vera fyrsta frétt á öllum ljósvakamiðlum
.
Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:20
Hrönn og Sigrún.....þetta ætti að vera mál málanna í öllum fjölmiðlum.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 13:01
Florence Nightingale, hmm, hef einhverntímann heyrt um þá konu, sérstaklega síðustu 4 árin.
En það er ótrúlegt hvað fólk er oft tilbúið til þess að skikka hjúkrunarfræðinga til sjálfboðavinnu. Þetta sama fólk myndi aldrei sætta sig við að vinna á þessum launum eftir krefjandi nám, með því álagi sem lagt er á fólk og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir. Og ef maður dirfist að ræða þetta, dirfist að tala um að launin séu skammarleg þá er svarið ætíð "þú valdir þetta, hefðir bara átt að læra eitthvað annað". Ég valdi þetta nám, þetta er mikilvægt starf (mikilvægara en margir átta sig á) en það þýðir ekki að ég samþykki það að launin dugi ekki til að lifa af nema maður vinni yfirvinnu alla daga og taki allar aukavaktir sem fást.
Júlíana , 29.4.2008 kl. 22:43
Júliana Nightingale.....fyrir stuttu síðan heyrði ég háskólamenntaða konu vera að tala um unga vel gefna stúlku. Stúlkan var að læra hjúkrun. Þetta þótti konunni vera mikil synd.....svona vel gefin svona ómerkilegt nám
Fólk gerir sér enga grein fyrir hversu mikið nám þetta er,né ábyrgðin og álagið. Því miður.Takk fyrir innlitið.
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.