Komin í gömlu sparifötin...og vont skap

Já ég er komin í skrúðann.  Algerlega ómótstæðileg. Fyrir utan geðvonskuna sem helltist yfir mig þegar dóttir mín sagði mér frá síðustu árás frúarinnar hér uppi. Áður en ég segi frá segi ég ykkur að aðrir íbúar hússins hafa reynt að bera í mig peninga vegna garðvinnu minnar. Og hafa komið færandi hendi með portvín í þakklætisskyni fyrir ómælda vinnu.

"mamma þín rótar í garðinum án þess að tala við nokkurn mann"  JÁ ég róta mikið í garðinum, hef verið ötul í stríðinu við frú Skriðsóley. " Þið eigið bara 19.8% í garðinum" segir frúin sem aldrei hefur gert handtak, myndi ekki beygja sig eftir rusli hvað þá annað. Eiginmaður hennar sagar niður það

sem honum sýnist án samráðs við aðra og eyðileggingin er tilfinnanleg. Nú mun ág kalla á húsfund.

Afhverju segir konan ekkert við mig??? Afhverju ræðst hún á börnin mín??

Ég elska garðvinnu, nýt þess að horfa yfir vel hirtan garð. Hef eytt miklum peningum í garðinn og rukka aldrei neinn.  Fengið mikið hrós frá öðrum íbúum hússins. Nú mun ég ræða við þá.

Hvað mynduð þið gera???

Ein brjáluð.....í sparifötum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er furðulegt að það skuli ekki geta verið samstaða um svona hluti í húsum,svona ástand er hjá mörgum og kemur eflaust út af öfund.Dóttir mín ein bjó í Skaftahlíð í þríbýlishúsi og þar var kona sem var á móti öllu og vildi aldrei vera með í neinu en mín dóttir er eins og þú með græna fingur og kom garðinum í frábært ástand og aðrir íbúar en kellingin voru ánægð og þetta gekk svo langt að það var ervitt að selja íbúð í húsinu.

Guðjón H Finnbogason, 26.4.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fundur trúlega það eina skynsamlega  í stöðunni og stilla liðinu upp. Klár verkaskipting og ákvarðanir. Aðvitað væri best að losna við liðið, með einhverjum hætti

Í versta falli fara að leita sér að annarri íbúð - acut 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.4.2008 kl. 21:25

3 identicon

Blessuð. Ertu nokkuð í íslenska búningnum???Guðdómlegir grannar-hefur konugreyið ekkert að gera? Hef ekki þorað að líta við eftir að ég sá að þú mættir á skiptimarkaðinn. Ég fór ekki fyrr en kl.02.Hafðu það gott. Kv. M.T.

magga (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:23

4 identicon

Kveðja til G.J.G. í leiðinni með sumar og batakveðjum.

magga (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Úff, ekki vildi ég vera í þínum sporum.  Húsfundur er algjört must, ekki seinna en í gær, helst áður en hann sagaði sírenuna (sem mér finnst alveg grátlegt).

Sigrún Jónsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég myndi nú tala yfir hausamótunum á kerlingunni, segja henni að láta börnin þín í friði og ef hún hefur eitthvað umkvörtunarefni að tala bara við þig.  Hætta að áreita börnin og gesti   Svo gætir þú beðið hana um að teikna upp þín 19.8% og þú vinnur bara þar og lætur restina af garðinum eiga sig, og ef þú ferð í fráhvörf mátta koma og laga til í mínum garði hvenær sem er

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:54

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég mundi biðja börnin mín um að svara henni, því til, að hún eigi að bera fram kvartanir sínar við þig, en ekki þau. Því þú sért húsráðandi.

- Síðan mundi ég tala við  hina nágrannanna, og heyra ofaní þá, hvað þeim finnst og hvernig þeir hugsa sér framhaldið, í þessu sambýli.

- Þá skaltu boða til húsfundar - og leggja fram þau mál, sem þér liggur á hjarta, til umræðu. 

Það er langbest að koma fram af hreinskilni og heiðarleika, það skilar alltaf bestum árangri, líka, til lengri tíma litið. 

Ræða málin af hreinskilni á fundinum og finna málamiðlun sem alllir geta sætt sig við. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.4.2008 kl. 02:25

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Jáps húsfundur er möst. Sjálf myndi mig langa að skalla kerlinguna fyrir að koma svona fram við barnið mitt, en.... það er víst ekki skinsamlegasta lausnin

Sporðdrekinn, 27.4.2008 kl. 03:11

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...elska líka garðvinnu.

Hreinskilni er eina leiðin við svona fólk, engum er greiði gerður með því að hlífa kerlu við því sem hún þarf að heyra í málinu.  

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll

Hólmdís Hjartardóttir, 27.4.2008 kl. 13:37

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Magga, sumarkveðjur til þín líka

Hólmdís, ekkert annað að gera en að hjóla í frúnna, húsfundur er það sem blívur. Leggja spilin á borðið, svona gengur ekki lengur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 00:50

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Anna

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband