28.4.2008 | 13:14
Landspítali auglýsir eftir geislafræðingum frá Noregi.
....Hvað skyldi þeim verða boðið??? Frítt húsnæði og ferðir milli landa?? Er ekki dálítið seint í rassinn gripið.....korteri áður en um 50 geislafræðingar ganga út af spítalanum? 1.maí hætta 96 skurðstofuhjfr. á Landspítala. Verða sett neyðarlög á þær? Mér finnst ótrúlegt hvað er lítið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Þetta eru ekki störf sem hægt er að setja ófaglærða inn í. Það er allt of dýrt að missa þetta fólk út af spítalanum. Heilbrigðisráðherra verður að bregðast við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Hólmdís Hjartardóttir
kona með skoðanir á öllu og er ekkert óviðkomandi. holmdis.hjartardottir@hotmail.co.uk
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynja skordal
- Eiríkur Harðarson
- Faktor
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jónas Jónasson
- Katan
- Landrover
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Magnús Paul Korntop
- Margrét Guðjónsdóttir
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Sigríður Hulda Richardsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sporðdrekinn
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Torfusamtökin
- Tína
- Vefritid
- Gudrún Hauksdótttir
- Óskar Arnórsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agný
- Benedikta E
- Bergur Thorberg
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Einar G. Harðarson
- Elías Stefáns.
- Eygló
- Gerður Pálma
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Magnússon
- Halla Rut
- Hallgrímur Guðmundsson
- Heidi Strand
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Hlédís
- Idda Odds
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jóhann G. Frímann
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Júlíus Björnsson
- kreppukallinn
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Neddi
- Offari
- Ragnheiður
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sigurbjörg
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- TARA
- Tinna Jónsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
- Vilhjálmur Árnason
- Víðir Benediktsson
- ÞJÓÐARSÁLIN
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta skiptir engu máli. A.m.k. ekki eins miklu máli og vinna Láru Ómarsdóttur. Eða uppáferðum þeirra Beckham hjóna.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:16
Nei Guðmundur þetta virðist ekki stórmál.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2008 kl. 13:48
Manni blöskrar svo atgangurinn gegn velferðarkerfinu að það hálfa væri nóg. Maður hljómar kannski eins og gamall nöldrari - en það er þá bara allt í lagi - ég nöldra svo framarlega sem málstaðurinn er góður.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:47
Allt skipulagt. Hafa hæfilega mikið kaos í heilbrigðiskerfinu. svo kemur ohf og einkavæðing sem frelsandi lausn og allir verða ánægðir, a.m.k þangað til ríkið þarf að hlaupa undir bagga með einkavinunum og bjarga þeim.
Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 15:18
Fjölmiðlar eru ekki á "vaktinni", svo mikið er víst og heilbrigðisráðherra er bara að bíða eftir tækifæri sínu til einkavæðingar eins og Haraldur bendir á.
Sigrún Jónsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:29
Af hverju lætur fólk þetta yfir sig ganga? Ég bara spyr. Af hverju eru 40% landsmanna eða þar um bil alltaf að kjósa menn sem vilja grafa undan því kerfi sem okkur öll langaði að hafa?
Og já, þetta er allt skipulagt rétt eins og Haraldur segir.
Guðmundur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:42
Stálinn stinn fram á síðustu stundu og svo búmm! Aðgerðurm frestað næstu 5 mánuðina. Svo fer ferlið allt af stað á ný. Stjórnendur og stjórmálamenn greinilega að kaupa sér meiri tíma til að safna vopnum og finna aðrar leiðir en þær að semja.
Hvernig skyldu kollegar okkar bregðast við þessu útspili? Þær eru ekki öfundsverðar, ef þær samþykkja ekki frestun, verða þær ,,vondi aðilinn" í málinu. Klókur leikur en ekki beinlínis eftir almennum leikreglum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:13
Sæl bloggvina. Ráðamenn þjóðarinnar verða að vakna af værum draumi og átta sig á því að störf á spítölum eru launastörf og meirihluti fólksins sem starfar þar er hörkuduglegt og mikið fagfólk sem vill fá laun fyrir sína vinnu,í dag er ekki hægt að líta á þessi störf sem hugsjónarstörf eins og var á síðustu öld þá voru margar konur í hjúkrunarstétt sem unnu þessi störf af hugsjón og auðvitað gerir fólk það í dag líka en það þarf laun ekki bara hugsjón.
Guðjón H Finnbogason, 29.4.2008 kl. 00:07
Svo mörg voru þau orð. Hvaða ákvörðun sem skurð-og svæfingahjúkrunarfr. taka er ljóst að einhverjar eru búnar að ráða sig annað. Það er rétt Guðmundur að það hefur verið ráðist á það heilbrigðiskerfi sem við viljum flest búa við. Ég skil aldrei hvað þessi 40% eru að hugsa. Guðjón starfið okkar er sannarlega hugsjónastarf en við verðum að fá þolanlega greitt fyrir það.
Guðrún Jóna ég heyrði í kvöld að þær væru ákveðnar í að ganga út.....og þær munu litla samúð fá. Og Helga við Íslendingar þurfum að læraað standa saman.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 00:33
Úff púff Hólmdís, ég er búin að ergja mig og röfla svo mikið yfir þessum stjórnendum á spítalanaum, sem ég hef ekki háar hugsanir um (þ.e. stjórnendurna), að ég bara hreinlega orka ekki að setja inn gáfulegt komment hérna núna.
Þú veist hug minn og mér finnst þar að auki stjórnvöld vera yfirnáttúrulega ábyrgðalaus í þessu máli.
Nú eru samningar okkar hjúkrunarfræðinga lausir þann 30. apríl og enn hefur ekki verið boðað til fundar, ætli þeir ætli að draga okkur í eitt og hálft ár á asnaeyrum eins og þeir gerðu síðast?? Þetta verður harður slagur og ég vona að við stöndum saman í þetta skiptið. Ekki vantar að við séum dugleg að kvarta, en það var virkilega skammarlegt og pínlegt, að síðustu samningar voru samþykktir þrátt fyrir að vera yfirgengilega lélegir, og aðeins 40% AF ÖLLUM STARFANDI HJÚKRUNARFRÆÐINGUM TÓKU AFSTÖÐU TIL SAMNINGANNA.!!! Flestir sem tóku afstöðu, nenntu ekki einu sinni að lesa samninginn, heldur samþykktu af því að þeir voru orðnir leiðir á að bíða eftir hækkun á launum. Skamm, skamm, skamm!!!
Sammála öllu sem ritað hefur verið hér að ofan!!!
Lilja G. Bolladóttir, 29.4.2008 kl. 00:40
Lilja mín það er komið að því að við sýnum samstöðu. Annar gerði ég eina vinkonu mína illa í síðustu viku.....henni fannst ég of nægjusöm varðandi laun. Síðustu samningum hafnaði ég eins og reyndar flestum. Við sem erum fyrirvinnur á þessum launum erum væntanlega harðari en þær sem hafa aðra fyrirvinnu á heimilinu líka.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 00:51
Og Lilja þessi ríkisstjórn sem við báðar kusum yfir okkur er steinsofandi
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 00:53
Það er skömm að þessu, hvernig yfirvaldið fer með valdið. Það veldur sundrungu og leiðindum, með hverju orði sem kemur frá þeim. Svo á að byggja nýtt hátæknisjúkrahús, ætli þeir ráði útlendinga í hvert starf þar? Skamm skamm Guðlaugur og hans lið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2008 kl. 01:45
Já, skamm,skamm
Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.