Undiralda.

1.maí og uppstigningardagur er n.k. fimmtudag. Mér segir svo hugur að 1. maí gangan verði fjölmenn í ár. Ég man aldrei eftir svona miklum óróa í fólki. Ég er of ung til að muna þegar fólk var að flýja til Ástralíu og Svíþjóðar hér á árum áður. Stórum hópum fólks hefur lengi verið haldið á of lágum launum. Öryrkjar, aldraðir og sérstaklega kvennastéttir hafa lengi mátt lepja dauðan úr skel.

Fólk er farið að tala um í alvöru að flytja til  útlanda. Það er næsta vonlítið fyrir ungt fólk að leigja eða kaupa sér húsnæði. Allt hefur hækkað, matvöru og bensínverð í hæstu hæðum. Góðærið sem aldrei náði til allra er horfið. Virðing fyrir sjálftökuliðinu við Austurvöll er engin. Þar á bæ eru allir of uppteknir til að leiðrétta eftirlaunalögin (sem er vel að merkja einn mesti dónaskapur sem  Alþingi hefur sýnt þjóðinni). Þar á bæ eru menn of uppteknir vegna framboðs til öryggisráðs til að taka eftir örvæntingunni sem margir eru illa haldnir af. Fólk er að verða svartsýnt og vonlaust. Kannski verður 1.maí upprisudagur?  Það er komin tími til að kjörnir fulltrúar vinni fyrir fólkið  í landinu eða segi af sér ella. Það er allt kraumandi undir niðri.

Aðstæður aldraðra og öryrkja eru til mikillar skammar fyrir ríka þjóð. Heilbrigðisstofnanir, leikskólar og skólar eru undirmannaðir vegna lágra launa.

Miðað við efnahagsástand undanfarinna ára er til skammar að staðan sé eins svört og hún er nú.

Geir Haarde vonast til að ástandið lagist....en gerir ekkert til þess.

Flokkurinn minn Samfylkingin þegir þunnu hljóði.

Framsóknarflokkurinn sem er samsekur ástandinu gagnrýnir þessa ríkisstjórn.

Það virðist bara þurfa byltingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábær pistill Hólmdís, ég tek undir hvert og eitt einasta orð.

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góður pistill Hólmdís og hverju orði sannara það sem þar kemur fram.

Óenitanlega hvarflar að manni landflutningar, það er orðið harla lítið eftirsóknarvert að búa hér.

Hvað sem ytri aðstæðurm líður, gengisfellingu krónunnar o..frv. bera stjórnvöld ákveðna ábyrgð og bæði ber skylda til og getur burgðist við með ýmsum hætti en kjósa að gera það ekki. Ekkert réttlætir það aðgerðarleysi.

Það eru svartir tímar í okkar sögu er ég hrædd um, komast á blað í Íslandssögunni 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei ekkert réttlætir aðgerðarleysið

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góður pistill, eitthvað verður almúginn að gera til þess að knýja breytingar í gegn.  Þetta þingmannalið er versti óvinur hins vinnandi manns.  Hygla sjálfum sér, og tryggja sig í bak og fyrir.  Þeir munu aldrei þurfa að líða skort, skítt með okkur sem erum að reyna að láta enda ná saman í fjármálunum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís, er bara á hlaupum, viltu senda mér þitt meil á mitt meil bella@simnet.is heimilisfang ofl. varalitirnir koma í maí.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband