Moldargólf.

Já ég  er orðin þjóðleg komin með moldargólf.  Þegar ég kom heim áðan voru mínar hvítu gluggakistur orðnar brúnar og flest annað sýnist mér. Rosalega er nú gott að hafa einhver verkefni á morgun en þá á ég frí. Og mikið er ég fegin að hafa ekki nennt að skúra síðustu daga. Vona samt að moldrokinu linni.

.....Mikið  er ég ánægð með svæfinga og skurðstofuhjúkrunarfræðinga. Þær bera ekki ábyrgð á ástandinu á Landspítala. Kjarasamningar hjúkrunarfr.eru í hnút. Það er kominn tími til að leiðrétta fáránlega lág laun.  Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir álagi og ábyrgð í þessu starfi. Mistök leyfast ekki, til þess eru þau of dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hérna hjá mér hefur ekkert moldrok verið en gólfin mín eru ógeðsleg, öll dýrin okkar eru að fara úr hárum.  Hér er allt í hárum, fötin okkar, maturinn og gólfin eru loðin

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við höfum greinilega verkefni að vinna Jóna Kolbrún

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband