30.4.2008 | 10:25
Mannekla á Landspítala.
Nú hefur tekist að hrekja um 140 starfsmenn frá Landspítala. Var nú manneklan nóg fyrir. Á tyllidögum er rætt um mannauð spítalans. Hverju hefur svokölluð gæðastjórnun og mannauðsstjórnun skilað? Engin tilraun hefur verið gerð til að ræða lausnir við þetta sérhæfða starfsfólk sem nú gengur út á miðnætti. Samningar almennra hjúkrunarfræðinga eru lausir á miðnætti. Kjaraviðræður eru þegar komnar í hnút.
púkinn á öxlini á mér segir mér að uppsagnarfrestur þessa starfsfólks verði framlengdur. Kannski ekki í dag. En neyðarástand skapast fljótt. Ekki styttast biðlistar þeirra sem bíða eftir aðgerðum við þetta.
Það er vel skiljanlegt að þetta starfsfólk láti uppsagnirnar standa. Framkoma stjórnar spítalans við þetta fólk hefur einkennst af hroka. Heilbrigðisráðherra verður að höggva á þennan hnút.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála verði maður veikur á næstunni er trúlega best að leita DÝRAlæknis.
Eiríkur Harðarson, 30.4.2008 kl. 13:18
Ég veit um einn dýralækni....
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 13:20
Ekki fleiri maður verður nú að hafa eitthvað úrval.
Eiríkur Harðarson, 30.4.2008 kl. 13:38
Hvorki stjórnendur né heilbrigðisráðherra eru að tala við hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga. Ekki orð. Sitja á löngum fundum með framkvæmdarstjórum Kragasjúkrahúsanna og reyna að koma á neyðaráætlun sem greinilega var ekki til.
Þessi aðferðafræði sýnir glöggt að hvorki stjórnendur LSH né heilbrigðisráðherra kunna ekki stakt orð í mannauðs- og breytingastjórnun. Þessi staða verður ugglaust notuð sem raundæmi í fræðunum um það hvernig ekki eigi að standa að breytingum og framþróun. Það er löngu tímabært að skipta út dragbýtum stofnunarinnar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:47
Getur heilbrigðisráðherrann höggvið á eigin hnút? nú eða losað sig úr eigin snöru?
Hvar er restin af ríkisstjórninni? Oddviti samstarfsflokkslins í ríkisstjórn?? Hverjir bæru ábyrgð ef svona staða kæmi upp í ...segjum bara álveri? Stjórnendur látnir fjúka, ekki satt?
Ég veit ekki hversu mikið eða lítið við getum hlakkað til haustsins, þegar nýr forstjóri verður ráðinn til LSH. Hef heyrt því fleygt að f.v. bæjarstýra í Garðabæ sé að læra fyrir hlutverkið.
Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:49
Sigrún, byko daman neitar þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 00:51
Gæða- og mannauðsbatteríið skilar engu, nær ekki niður á gólfið þar sem fólkið vinnur. Veit ekki fyrir hvern þetta batterí er. Nú erum við skurðhjúkrunarfræðingar búnir að fá vinnufrið alla vega í eitt ár - héldum inni því sem við höfum og ekki punkt í viðbót, enda voru þetta ekki kjaraviðræður. Heilbrigðisráðherra skar á hnútinn og hann ætti að setja punktinn yfir i -ið og láta fólk segja af sér.
Sigrún Óskars, 1.5.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.