Ég verð kærð ef....

Í mér býr púki þess vegna ætla ég að blogga um nýjustu tíðindi héðan af kærleiksheimilinu. Frúin á efri hæðinni lét dóttur mína vita að EF hún dytti um skápinn hér frammi í forstofu yrði ég kærð. Nú vona ég bara að skápurinn hrindi frúnni ekki. Hún var nú einu sinni nærri dottin um köttinn sem ekki var kominn í hús.  Það hefði nú verið óvenjuslysalegtTounge Fyrir nokkrum mánuðum datt ég fyrir utan næsta hús og slasaði mig á höndum....þá hvatti frúin mig eindregið að kæra húseigendur.

En frúin býr við fleiri slæma granna en mig. Þau hjón hafa reynt að stjórna íbúum næstu húsa líka. Þingmaðurinn í næsta húsi las reiðibloggið mitt um daginn. Kallaði í mig í dag og sagði þau hjón ítrekað  hafa verið með athugasemdir við sig og aðra íbúa þess húss.  Og annar góður granni, úr öðru húsi trukkabílstjóri hefur fengið ítrekaðar leiðbeiningar um hvernig hann á að leggja bílnum sínum.  Bara eitt stutt augnablik  datt mér í hug að hann gæti smalað saman kollegum hér á svæðið.....en það var nú bara augnablik sem ég hugsaði um þaðPolice

Ég mætti frúnni í dag og hvæsti á hana dálítið. Ég sagðist myndi láta vera að hamast svona í garðinum fyrst henni væri svona illa við það. Ég myndi útskýra það fyrir öðrum íbúum hússins. Henni var dálítið brugðið. Í raun held ég hún vilji endilega fá þetta gert.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú stofnar bara samtök "Leiðindaskjóðuna burt úr hverfinu"   Það með eindæmum hvað svona fólk getur gert mörgum lífið leitt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú ert nú ekki í vandræðum með trukkabílstjóra og þingmann innan seilingar .....á enginn GAS!!! í nágrenninu?

Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beta????

Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Haraldur það gæti orðið stuð hérna Jóna Kolbrún , ég hefði átt að ganga með skilti hérna 1.maí.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kannski er konugreyið bara svona einmana, er kannski búin að bíða eftir því að þú yrðir á hana í öll þessi ár.  Ertu búin að kalla saman húsfund?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:53

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Konuræflinum líður illa, á því er enginn vafi. Hugsanelga illa haldin af þráhyggju og samsæriskenningum líka. Henni er vorkunn. Það breytir því hins vegar ekki að það er ólíðandi að þurfa að sætta sig við slíka framkomu og sambúð. Ég er ansi hrædd um að henni gengi illa að sætta sig við ámóta framkomu af öðrum, blessunin. Flott hjá þér að aðeins að hvessa sig.

Baráttukveðjur á Stormalæk

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:01

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ja hérna, það stefnir bara í "gasalegt stuð" hjá þér kona.  Hvað er að frétta af húsfundi?

Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:01

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja Guðrún, hef alltaf reynt að vera vingjarnleg við konuna. Nei húsfundur verður að bíða aðeins vegna míns vinnutíma. Auðvitað er eitthvað að hjá henni blessaðri. Ég held að ég hafi sýnt of mikla þolinmæði,

Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 01:04

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit Sigrún og Guðrún Jóna....mig langar ekkert í mikinn hasar en ætla ekki að láta valta yfir mig.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þú ert greinilega að "tækla" ástandið með réttum viðbrögðum. Flott að eiga ósýnilegan kött, þó sú gamla detti um hann. Er einmitt í fjölbýlishúsi með eina úrilla á efri hæðinni.

Eiríkur Harðarson, 3.5.2008 kl. 01:22

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Hefur konan ekkert annað að gera? Svona nágrannar eru óþolandi en ég hef trú á þér Hólmdís, þú lætur ekki vaða yfir þig. Kveðja inní helgina.

Sigrún Óskars, 3.5.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband