8.5.2008 | 02:18
Árangurstengd laun.
....Bankamenn hafa lengi haft árangurstengd "ofurlaun". Og fleiri . Nú vilja lögreglumenn fá árangurstengd laun ( ég heyrði það nú fyrst eftir gösunina við Rauðavatn). Þeir eru greinilega svo stoltir af þeim mikla árangri sem þeir náðu þar. Sennilega fá þeir sem hugsa um aldraða aldrei árangurstengd laun...það enda allir á einn veg og þykir ekki merkilegur árangur þegar þannig fer. En ég vildi gjarnan sjá laun borgarfulltrúa, alþingismanna og ráðherra árangurstengd. Af því yrði stórkostlegur sparnaður.
Mér varð illt að heyra um laun borgarfulltrúa. Fyrir okkur venjulegt launafólk virðast þetta há laun. Finnst að krafti borgarfulltrúa hafi ekki verið beint í réttan farveg. Margir þeirra hefðu verið reknir af "venjulegum" vinnustað. og ekki leið mér betur að heyra um launamun kynjanna á RUV. Annars fór ég um árið í starfsmat hjá Reykjavíkurborg. Þessu var komið á laggirnar til að jafna launamun kynjanna. Við fórum nokkrir hjúkrunarfræðingar í þetta mat. Niðurstaða fékkst. Mér skilst að það hefði þurft að hækka laun okkar um 500 þús ef ætti að fara eftir matinu. Launin okkar breyttust ekki. Starfsmatið ekki sagt passa við okkur!!!
Þótt ég hafi kosið Ingibjörgu Sólrúnu og þyki mikið til hennar koma að mörgu leyti er ég ánægð með að stöð 2 þjarmi að henni vegna eftirlaunalaganna. Sem eru mesti dónaskapur sem Alþingi hefur sýnt þjóðinni.
..Vonandi vakna ég léttlyndari í fyrramálið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:36 | Facebook
Athugasemdir
Ég er 101% sammála þér um að þetta sé sá mesti dónaskapur sem að Alþingið hefur sýnt þjóðinni. Ég gæti öskrað í hvert sinn sem að ég hugsa um þessar frekjur sem skammta peningunum okkar á milli sín.
Ég vona líka að þú vaknir léttlyndari í fyrramálið
Sporðdrekinn, 8.5.2008 kl. 02:32
Takk sporðdreki......
Hólmdís Hjartardóttir, 8.5.2008 kl. 02:35
hahaha mér líst vel á að hafa árángurstengd laun hjá Alþingismönnum! haha
Kveðjur
Katan , 8.5.2008 kl. 06:32
Kemur mér ekki á óvart þessi niðurstaða starfsmatsins hjá reykjavíkurborg. Auðvitað var þægilegast að segja að matið passaði ekki okkar störfum. En hver, hvenær og af hverju helltumst við svona úr lestinni. Laun okkar er svívirða
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.5.2008 kl. 08:21
ohh ég er sammála Guðrún Jóna
Hólmdís Hjartardóttir, 8.5.2008 kl. 09:34
Ég er líka sammála þér Hólmdís. Laun hjúkrunarfræðinga eru til skammar og ekki í neinu samræmi við menntun eða störfin sem þeir vinna. Helstu rökin sem maður hefur heyrt fyrir lágum launum er að hjúkrunarfræðingar eru svo margir og svo dýrt að hækka launin. Það þyrfti að vera samræmi í framboði og eftirspurn - og þegar vantar í margar stöður þá á að hækka laun hinna sem fyrir eru s.s. árangurstengd laun.
Sigrún Óskars, 8.5.2008 kl. 16:33
Það mætti taka upp aðferð Kínakeisara til forna. Læknar hans fengu flott laun þegar hann var við góða heilsu. Rétt er það: Ráðríki ríkisráðenda hér á landi er oft yfirgengilegt. Þingmönnum og öðrum sem eiga að stjórna til góðs, ættu að fá laun þegar vel tekst til, annars: "því miður vinur"
Hjúkrun tala ég ekki um í sömu mund og ofangreint. Þær/þau sjá um okkur yfirleitt óaðfinnanlega þegar í óefni er komið. Hjúkrunarfræðingarnir hafa ekkert um það að segja hvernig við förum með heilsu okkar, né hvað um okkur verður þegar þeir eru búnir að leggja sín mikilvægu lóð á vogarskálarnar, til að við endurheimtum heilsu.
Beturvitringur, 10.5.2008 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.