Nærri 50 starfsmenn Reykjavíkurborgar með hærri laun en Jakob Frímann Magnússon

.....Ætli einhver þeirra starfi við umönnun, hjúkrun eða kennslu?  Kannski eru þetta laun sem vert er að miða við í kjarasamningum. Launabilið eykst stöðugt. Hvernig er hægt að bjóða fólki í fullri vinnu 150þús í mánaðarlaun fyrir aðhlynningarstörf?? Og svo gæðingum borgarinnar frá 700þús......eru þessi störf svona miklu verðmætari??  Æi  mér er bara bumbult.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sennilega eru fái úr okkar röðum með slík laun, get þó ímyndað mér að einhverjar slæðurnar séu með laun á þessu bili. Hvað skyldi framkvæmdarstýran á Dropanum hafa í laun??

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 15:14

2 identicon

Ég mátti til að vísa á þessa færslu mína - vonandi er það í lagi - en þar velti ég einmitt þessum málum fyrir mér.

http://blogg.visir.is/gb/?vi=869#post-869

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:02

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna...ég veit ekki laun konunnar á hornskrifstofunni. En fáar okkar líkar þekkja slík laun.

Guðmundur....auðvitað í góðu lagi að vísa í þitt góða blogg. Eg bara botna ekkert í hvernig störf eru metin

Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Beturvitringur

Hverslags fíflagangur er þetta? Þetta fólk passar peninga, ruslatunnur, tónleikahallir og rökræðir um flugvelli, sem AUÐVITAÐ er mikilvægara en að hlynna að veikum börnum, þreklausu gömlu fólki og þeim sem geta ekki bjargað sér sjálfir. Má ég frekar biðja um þig á vaktina ef ég þarf á hjálpa að halda, heldur JFM eða aðra pótintáta.

Beturvitringur, 18.5.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband