Konur eru einskis virði.

   Fyrir mörgum árum hlustaði ég á viðtal við ógiftan karl í útvarpi. Ekki man ég annað úr þessu viðtali  en að spyrillinn (kona) vildi vita viðhorf hans til kvenna.  Hann svaraði: "þær eru einskis virði". Spyrlinum var greinilega dálítið brugðið og spurði nánar.  "sjáðu til ég vinn á launadeild Reykjavíkurborgar og ég sé þetta á launaseðlunum".    Er þetta ennþá svona?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

:) ég held að töluvert hafi verið rétt upp á misræmi í launum kynjanna en eflaust mætti bæta um betur.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ábyggilega 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta hefur batnað en það þarf að gera betur - verða algjört jafnrétti í launum takk fyrir.

Sigrún Óskars, 15.5.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já Hólmdís mín , því miður er þetta ennþá svona

Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Himmalingur

Ekki bara á launaseðlinum mín kæra. Þið eigið annað og betra skilið. Eins og maðurinn sagði: (eða konan) Án ykkar er ég ekkert!!!!!

Himmalingur, 15.5.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Er þetta ekki viðhorfið hjá mörgum karlinum, "einskis virði" Það finnst mér allavega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:48

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit. JK þessi karl var að BENDA á mismuninn!! Þessi leiðrétting á kynbundnum launamun gengur afar hægt.  Hilmar hvað væruð þið án okkar???

Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Himmalingur

Æi! Var að flýta mér í vinnuna og þetta klúðraðist! Átti að vera svona: Ekki bara á launaseðlinum mín kæra. Þið eigið annað og betra skilið. Eins og MAÐURINN sagði: Án ykkar er ég ekkert!  Blessuð konan þarna í sviganum átti ekki að vera með! Skjúsma (afsakið aulann mig).

Himmalingur, 16.5.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband