Ekki lesa þetta....

nema þú hafir gaman að gróðri og görðum. Fór út í garð í rúmlega klukkustund í gær. Ég vil ekki róta í beðunum fyrr en í júní því margar plöntur láta ekki sjá sig fyrr en þá.....jafnvel ekki fyrr en um miðjan júní.  Til dæmis hosturnar.  Og stjúpur og fjólur.  Plönturnar er komnar mun lengra en undanfarin vor. Í fyrsta skipti lifir fingurbjargarblóm veturinn hjá mér.  Ég fyllist öfund að sjá fingurbjargarblóm í gömlum görðum þau eru svo glæsileg. Latneska nafnið er digitalis og er hjartalyf unnið úr því. (digoxin)  Ég kantskar eitt langt beð og ætlaði svo að ná í aðalgarðverkfærið mitt skærin góðu en fann þau ekki nokkurs staðar...verð að kaupa ný. Skærin nota ég alveg óspart.         Margir túlípanar eru í blóma núna og enn fleiri á leiðinn. Dagliljurnar eru byrjaðar að mynda knúppa....mun fyrr en síðustu ár. Búið að slá hér tvisvar. Áburður kominn á grasið.  Vonandi kemur ekkert hret.    

En næstu daga gefst lítill tími í garðinn...námskeið kl eitt í dag og svo kvöldvakt og á morgun verður unnið frá átta í fyrramálið til tíu um kvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú virðist hafa græðandi fingur bæði í garðinum þínum heima og í vinnunni. Er nágranninn þinn kannski að æfa sig með klippurnar þínar á næstu grösum?  -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Sporðdrekinn

hahaha ég verð að viðurenna að ég bjóst við einhverju öðru en garðvinnu þegar að ég las fyrirsögnina

Það er svo notalegt og orkugefandi að vinna í garðinum. Í þau fáu skipti sem að ég hef gert það hér þar sem að ég bý núna fæ ég svo mikið af pöddubitum að það dregur all verulega úr lönguninni til að skella mér á hnén hérna úti.

Sporðdrekinn, 19.5.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það skildi þó aldrei vera Lilja Guðrún!!!! Sporðdreki.garðvinna er það mest róandi sem er til

Hólmdís Hjartardóttir, 19.5.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sko örugglega með græna fingur eins og fleiri þér tengdir.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ekki ennþá þurft að slá garðinn minn, en geri það líklega um næstu helgi.  Túlípanarnir mínir eru við það að springa út, og Valmúinn er líka næstum farinn að blómstra.  Ég er búin að vera í Fíflahreinsun á mínu grasi þessa vikuna og sér varla högg á vatni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.5.2008 kl. 01:30

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlitin stelpur.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.5.2008 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband