23.5.2008 | 02:30
júróblogg
Á þriðjudagskvöldið þegar fyrri undankeppnin fór fram var ég að vinna og horfði alls ekki á neitt en mikið var ég þreytt á að heyra þessa júrótónlist allt í kringum mig, Sá finnana aðeins með nýja útgáfu af Lordi laginu. Í kvöld var ég aftur að vinna.......sumir voru allspenntir fyrir keppninni en ekki hún ég. Sá þó að íslensku keppendurnir gerðu sitt besta.....en lagið fellur ekki að mínum smekk..svo vægt sé til orða tekið. Sá líka sænsku botoxdrottninguna. Ég hreinlega fékk höfuðverk af þessari tónlist sem spiluð var í kvöld svo leiðinleg fannst mér hún. Ég vil fá aukaálag á launin mín ef ég þarf að þola svona Á laugardaginn vinn ég til kl 20:00, fer heim í strætó svo líklega slepp ég vel það kvöldið. En ég mun standa mína pligt og kaupa eitthvert snakk fyrir dæturnar. Og fá mér bjór. Og horfa á það eina af þessu sem ég hef eitthvað gaman að en það er stigagjöfin. Reikna þó með að næstu dagar verði dálítið skemmtilegir......því sigurvissa landans mun magnast eins og oft áður.....og þá skemmti ég mér vel. Það er í raun ótrúlegt hvað fá góð lög hafa komið úr þessari keppni frá upphafi..... það eru 38 ár síðan ég heillaðist síðast eða þegar Dana söng :All kind of everything...
Ég held að ég muni skemmta mér betur með Dylan á mánudaginn.
Islande douce pois
Athugasemdir
Ég held að við verðum í 16 sæti eina ferðina enn Allavega er lagið okkar í ár frekar grípandi og það er það eina sem virkar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 02:38
13. sæti
Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 02:46
Vá, eru komin 38 ár síðan að Dana söng?? Af hverju finnst mér ekki svo langt síðan, Hólmdís? Ég held ég muni enn eftir kjólnum sem hún var í blessunin, í svart hvítu auðvitað
Hef lítið fylgst með öðrum lögum og keppendum, sá nokkur atriði í gærkvöldi. Fannst Danirnir með grípandi lag sem og botoxdrottningin en þvílík hörmung að sjá hana.
Menningin í keppninni er orðin svo breytt að mér finnst útilokað að spá í stöðuna. Angurvært lag Portúgala gæti þess vegna unnið. Það sem okkur Íslendingum finnst vera ,,eurovisionegt lag" fellur alls ekki í kramið hjá Austantjaldsblokkinni og Balkanskaganum. Okkar lag er grípandi, á því er enginn vafi.Söngdúettin er að skila skínu framúrskarandi vel.
Held að við hefðum komist mjög langt með lagið sem Regína söng fyrir nokkrum árum með karlakórnum. Það hefði örugglega fallið í kramið hjá ýmsum þjóðum. Mér finnst að við ættum að íhuga það lag næst.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 14:06
Ég segi 9. sætið. En Hólmdís - lögin eru skárri eftir einn bjór.
Sigrún Óskars, 23.5.2008 kl. 22:29
Veistu... ég held að júróvíseón verði löngu gleymt á mánudagskvöldið, þá tekur eitthvað betra við!
Danni (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 01:35
satt er það Danni og Sigrún. Guðrún Jóna tíminn líður hratt á gefihnattaöld.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.5.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.