Skjálfti

Skrapp í Kringluna í dag. Fór inn í Vínbúðina og keypti nokkra bjóra. Sá svo Skjálfta úr Ölvisholti og ákvað að prófa einn. Ég held bara að ég láti það vera framvegis.

Venjulega  fylgist ég með skjálftakorti veðurstofunnar og áður en ég fór í vinnu sá ég að það hafði orðið jarðskjálfti upp á 3.2. Við sátum síðan á "vaktinni" þegar sá stóri reið yfir. Mig grunaði samstundis að upptökin væru nálægt Selfossi og hann hlyti að vera mjög stór. Gamla Heilsuverndarhúsið hristist og hvinurinn var mikill. Við fylgdumst auðvitað með fréttum og okkur varð ljóst að mikið eignatjón hefur orðið.  Sennilega verður lítið sofið í Ölfusinu í nótt. Það mikilvægasa er þó að ekkert manntjón varð. Og mikið er heppilegt að veðrið er gott.  Það virðist vera að aðstoð á jarðskjálftasvæðið hafi borist fljótt og að Almannavarnarkerfið okkar virki vel.  Stöðugir eftirskjálftar hafa verið á svæðinu og nýr hver myndaðist í Hvergerði. Forsætisráðherra lofaði því að fólk yrði aðsoðað. Nú er bara að vona að allt gangi vel hjá fólkinu fyrir austan fjall.  

Ég flutti til Reykjavíkur 1979 og hef aldrei áður fundið fyrir jarðskjálfta í Reykjavík. Með von um kyrrláta nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef fundið alla þessa þrjá stóru sitjandi í sófanum mínum í stofunni minni, þessi sem kom í gær var sá sem ég fann mest fyrir og lengst líka  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:41

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég var fjarri "góðu gamni" þegar skjálftinn reið yfir árið 2000, þá bjó ég úti. Hef einu sinni upplifað einn "lítinn" um miðja nótt á næturvakt á krabbameinsdeildinni árið 2002, en aldrei neitt eins og þetta.

Ég var á 7. hæð í Fossvoginu, á spítalanum nema hvað, og við vorurm nokkuð mörg inni á "vaktinni", bæði læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, enda vaktaskipti á þeim bænum. Fyrst litum við hvert á annað, héldum eiginlega að stór trukkur hefði verið að keyra fram hjá, en svo þegar ástandið varð viðvarandi, gólfið fór að ganga í bylgjum og maginn að snúast við, stukkum við öll í fangið á yfirlækninum...... á hann ekki að eiga ráð undir rifi hverju??? Nei, djók, við sátum bara öll sem fastast á okkar stólum og stöðum, fundum skjálftann fara í gegnum magann og horfðum í undrun á hvort annnað. Ég held að við höfum ekki einu sinni náð að verða hrædd, ég hugsaði bara um hvar einkasonurinn væri staddur en hafði í raun ekki miklar áhyggjur. Þess vegna brá mér pínu, þegar ég sá í fréttunum hversu stór og eyðileggjandi þessi skjálfti hafði í rauninni verið.

Það er fyrir mestu að enginn slasaðist alvarlega.....

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 03:46

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...og ekki voru þetta Upptippingar Hólmdís......ekki langt þar frá býr líka fólk....jarðskjálftar eru skaðræði og við erum nánast hvergi örugg á Íslandi.

Haraldur Bjarnason, 30.5.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sat líka á "vaktinni" á mínum vinnustað, enda rapport í gangi.  Ég áttaði mig strax á því hvað var í gangi enda var ég á næturvakt í sama húsi, þegar seinni skjálftinn reið yfir árið 2000, ég fann strax að þessi var verri og hvinurinn sterkari.

Það hefur orðið alveg gífurleg eyðilegging þarna, en mér skilst að Viðlagatrygging bæti tjónið, þótt vissulega sé aldrei hægt að bæta suma hluti, ekki einu sinni með peningum. 

Ég vona að stóri "Suðurlandsskjálftinn" sé nú yfirstaðinn. 

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur..ég er alin upp á Húsavík sem er víst einn hættulegasti staðurinn með tilliti til jarðskjálfta enda stór spruga gegum bæinn. Við fengum oft skjálfta þar, mest í kringum Kröfluelda. Bróðir minn lá fótbrotinn í rúmi þegar Kópaskersskjálftinn reið yfir og hafði verið bannað að fara fram úr. Hann hlýddi því þótt innanstokksmunir hafi farið á flug og lausamunir færu úr hilllum.Þótt mer þyki gaman að finna skjálfta er ég ekki viss um að ég hefði skemmt mér í Kína á dögunum.......en ég er viss um að Upptyppingar eða einhver staður í nágrenninu á eftir gjósa.  En eg hef ekkert gaman að eyðileggingu eða mannlegum harmleik.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er allt að gerast Hólmdís - næst verður gos - þú ert sko alvöru spákona.

Sigrún Óskars, 30.5.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband