Kinnar.

Þessi uppskrift er frá Rúnari Marvinssyni og nota ég helst steinbítskinnar sem mér þykja mjög góðar. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Eggjahræra; 4 egg, 1 dl rjómi, picanta eða salt, estragon. Þetta er þeytt og kinnunum velt upp úr þessu.   8-12 ósaltar kinnar. Síðan er kinnunum velt upp úr rúgmjöli með smávegis heilhveiti í. Og svo aftur upp úr eggjahrærunni.   Kinnarnar eru steiktar í smjöri og lagðar til hliðar.

Sósa; gerð á pönnunni. Smjörklípa sett á pönnuna. 2 hvítlauksrif söxuð sett beint á pönnuna. Estragon. Picanta 1/2 - 1 tsk. 1 peli af rjóma. 1 glas af hvítvíni. Látið sjóða niður. Borið fram með soðnum kartöflum, gulrótum blómkáli og spergilkáli.

Og auðvitað kalt hvítvín með. Verði ykkur að góðu. Mér þykir þetta svakalega gottSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magga Tolla nú áttu að vera ánægð með mig

Hólmdís Hjartardóttir, 6.6.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Sporðdrekinn

oooooo Það er svo langt síðan að ég hef fengið kinnar, ég slefaði við lesturinn

Sporðdrekinn, 6.6.2008 kl. 13:20

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

nammi, namm, hljómar vel

Sigrún Jónsdóttir, 6.6.2008 kl. 13:59

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hljómar vel, takk fyrir þetta.

Haraldur Davíðsson, 6.6.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Jónas Jónasson

bjoða mer i mat einhvern timann elsku vinkona?

Jónas Jónasson, 7.6.2008 kl. 00:30

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nammi namm, þetta hlýtur að vera gott

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2008 kl. 00:55

7 Smámynd: Tína

Góðan daginn hjartað mitt. Alltaf gaman að sjá nýjar uppskriftir enda finnst mér svakalega gaman að elda. En ég held ég segi pass á þessa. Mamma eldaði einhverntímann kinnar , en þessi elska er einhver sá alversti kokkur sem uppi hefur verið. En síðan þá fer svona matur ekki inn fyrir mínar dyr, hvað þá varir.

Kram á þig dúllan mín og verði ykkur öllum að góðu.

Tína, 7.6.2008 kl. 06:25

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Steinbítskinnar hef ég aðeins fundið í Nóatúni Helga. Þið hin takk fyrir innlit.  Tína kominn tími á að prófa kinnar aftur, þær eru bara flottir vöðvar!!

Hólmdís Hjartardóttir, 7.6.2008 kl. 09:56

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta verður maður að prófa

Sigrún Óskars, 7.6.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband