Hrært í skálinni.

Það er alveg sama hvort ég hræri rangsælis eða réttsælis, hratt eða hægt í grautarskálinni alltaf er sami grauturinn í henni. Það sama held ég að eigi við um meirihluta borgarstjórnarmeirihlutans. Þótt eitthvað hafi verið hrært í skálinni breytir það engu um að enn er sami grautur í sömu skál.

og svo er ég farin út í garð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Mæli með því. Heilbrigðara drullumall þar!

Beturvitringur, 9.6.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg stelpa, reyndu að gleyma þessum glataða meirihluta.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Tína

Sól þegar ég er inni, en svo byrjar að hellirigna þegar ég fer út! Held ég verði bara inni í dag.

Tína, 9.6.2008 kl. 18:00

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

 Það er svo rétt hjá þér, þetta er alltaf sama súpan...

Haraldur Davíðsson, 9.6.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Himmalingur

Það versta er þó að grauturinn er farinn að súrna og það mun vera sama hversu hratt verður hrært lyktin fer ekki!!

Himmalingur, 9.6.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Beturvitringur

Kannski er þetta þá bara Þorragrautur og það sem er ódaunn í eins manns nefi er angan í annars.

Beturvitringur, 9.6.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig gengur í garðinum Hólmdís mín?

Sigrún Jónsdóttir, 10.6.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....garðvinnan gekk vel....en ýmislegt hafði brotnað í rokinu ss blásólin  mín sem ætlaði að blómstra fyrir mig í fyrsta skipti og túrbanliljur. Var því m.a. að binda upp plöntur

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 01:09

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjá mér brotnaði ekkert blóm, í rokinu í gær.  Ég er með frekar stóra túlípana sem eru næstum sprungnir út en ekkert brotnaði sem betur fer.  Túlípanarnir mínir eru næstum svartir á litinn, voðalega smart

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2008 kl. 01:15

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef verið með þessa svarfjólubláu túlípana...flottir. Nú eru í blóma "angelique" sem erubleikir fylltir og fallegir...þeir eru samt óvenjulitlir núna. háa tvílita með skörðóttum brúnum. Og mjög flotta fölgula fyllta.....

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 01:32

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Skemmtileg samlíking hjá þér, Hólmdís. Ég er líka sammála einhverjum hér að ofan, að mjög er grauturinn farinn að súrna í þessarri blessuðu skál.

Lét mér nægja að horfa á góða veðrið út um gluggann í vinnunni minni í dag, var þar innilokuð frá morgni til miðnættis  .....hjúkrun lungnasjúklinga var á dagskrá hjá mér í dag, á 6. hæð spítalans í Fossvoginum, svo ekki var útsýnið amalegt. En það gerir ekkert til, ég er á leið til Barcelona á næstu dögum og á þá bara meiri pening til að eyða þar  

Lilja G. Bolladóttir, 10.6.2008 kl. 02:14

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

.... hehe, gleymdi að segja, enda var ég á yfirvinnutaxta ALLAN daginn!!

Lilja G. Bolladóttir, 10.6.2008 kl. 02:15

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er sami botninn undir Borgarfirðinum öllum, elskan!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.6.2008 kl. 02:20

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja.....við einstæðu hjúkkurnar erum vanar að vinna tvöfalt....og þannig hefur maður reddað ýmsu gegnum tíðina. Og manni finnst það þess virði á RömblunniBarcelona er frábær.....kannski saumaklúbburinn minn endi þar í haust...

Helga Guðrún.....þetta er þreyttasti meirihluti allra tíma....og hefur ekki einu sinni traust þeirra sem kusu hann. Hanna Birna segir að enginn ágreiningur sé í hópnum en Gísli Marteinn segir að samstarfið hafi verið erfitt!!! Þau geta ekki einu sinni komið sér saman um hvað skal segja út á við

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 08:03

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir ad tú vildir koma í hóp minn bloggvina.

Vertu velkomin og eigdu gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2008 kl. 08:57

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk jyderupdrottning

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 09:34

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

.....hvernig gengur í garðinum.....nágranninn að hjálpa????

Haraldur Bjarnason, 10.6.2008 kl. 22:48

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur....ég gekk fram af mér í garðinum....Garðurinn er mjög stór. Nú er talsvert eftir,,,en ég er komin vel yfir 19.8% og fór ekkert út í dag....en þar sem enginn annar mun hreinsa rest þá kíki ég kannski í hann á morgun. En vissulega gladdi það að nágrannar sögðu við mig..þessi garður var aldrei neitt fallegur fyrr en þú komst....smámont.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 01:14

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kjarri...takk, takk

Hólmdís Hjartardóttir, 11.6.2008 kl. 01:15

20 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við uppskerum eins og við sáum....

Haraldur Davíðsson, 11.6.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband