25.6.2008 | 11:46
Mikið vildi ég..
.....að staðan væri svona hjá hjúkrunarfræðingum og öðrum umönnunarstéttum. Þá værum við bara í góðum málum. Gerir fólk sér ljóst að ef hjúkrunarfræðingar hætta að vinna yfirvinnu á Landspítala að margar deildir lamast strax? Gerir fólk sér ljóst að stundum eru sumarfrí hjfr. afturkölluð vegna manneklu? Það er ekki vinsælt að taka fullt sumarfrí. Þó fríin séu bráðnauðsynleg til að hlaða batteríin. Það var einu sinni rætt um það á hinu "háa" Alþingi að banna hjfr. að taka sumarfrí á sumrin.....Byrjunarlaun hjfr. eftir 4 ára strangt háskólanám eru um 215 þús og hækka hægt og illa eftir það. Þeir hjfr. sem vinna yfir 100 yfirvinnustundir á mánuði fá samt þolanleg laun. En það er ekki eftirsóknarvert né heldur á allra færi.
Vinna ekki keyrð áfram á yfirvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég verð manna glaðastur ef báðar stéttir hætta við sín verkföll. Samið yrði við hjúkrunarfræðinga og flugumferðarstjórar sjái að sér. Eins og ég hef sagt áður held ég að almenningsálit á flugumferðarstjórum verði ekki mikið ef af þessu verkfalli verði.
Jahá, 25.6.2008 kl. 11:56
Er ekki ráð að setja lög sem banna stéttum með meira en t.d. 300þ. í grunnlaun að fara í verkfall? Bara pæling.
Örn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:43
Hjúkrunarfr. eru ekki að fara í verkfall....heldur hætta þeir að vinna yfirvinnu.
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 13:40
Það er samt athyglivert að ef maður reiknar út þennan eina tíma sem er unninn í yfirvinnu að meðaltali á dag, allt árið hjá flugumferðarstjórum, þá fær maður eftirfarandi niðurstöðu;
365 tímar á ári / 12 mán = 30,4 tímar á mánuði. Gefum okkur að venjulegur vinnudagur flugumferarstjóra sé átta tímar og reiknum áfram;
30,4 tímar á mán / 8 tíma vinnudegi = 3,8vinnudagar á mánuði.
Þannig að það virðist vera sem flugumferðarstjórar vinni tæplega fjórar aukavaktir á hverjum mánuði, sem að mínu mati er alveg þokkalega mikil yfirvinna, en þetta lítur hins vegar ekki út fyrir að vera mikið þegar þessu er deilt í árið, eins og Flugstoðir gera. Annars er ég sammála því með að flugumferðarstjórar biðja um mikla hækkun á krepputímum í þjóðfélaginu, en það er síðan annað mál. Mér finnst þessi frétt þarna bara leikur að tölum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:13
það er "fjandans" nóg yfirvinna
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.