25.6.2008 | 14:41
Droplaugarstaðir.
Ég er eiginlega sammála því að fyrst borgin getur ekki rekið sín hjúkrunarheimili með sóma er best að láta aðra sjá um það. Sjálf hætti ég störfum þar vegna tungumálaörðugleika en stór hluti starfsfólks er illa eða ekki talandi á íslensku. Mér finnst það forkastanlegt að fólk sem ekki talar íslensku sinni heilabiluðu fólki.
Stöðugildum hefur verið fækkað á Droplaugarstöðum og því verða þeir sem eftir eru að taka meiri skyldur á sig.....þarf varla að taka fram að launin hækka ekki við það. Mjög fátt fagfólk vinnur á stofnuninni.
Ég skrifaði í haust um niðurskurð í eldhúsi Droplaugarstaða. Kaffibrauð var tekið af gamla fólkinu með þeim orðum að það hefði ekki gott af því!! Kvöldmatur var flest kvöld þunn pakkasúpa og tæplega brauðsneið á mann. Ég skammaðist mín að bjóða upp á þetta.
Það gleymist alltaf í umræðunni að fólk borgar heilmikið með sér inn á þessar stofnanir. Og margir borga mikið fyrir lítið.
Ástand öldrunarmála er til stórskammar fyrir íslenska þjóð. Og launamál starfsfólks er hneisa.
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þetta gildir eiginlega um flestöll velferðarmálin að mínu mati.
Eiríkur Harðarson, 25.6.2008 kl. 14:48
Heyr, heyr!
Sigrún Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 16:02
Sammála öllu sem þú skrifar um Dropann við þekkjum það báðar það er sparað og sparað en tekið út á vitlausum stöðum eins og við vitum báðar.
Gamlar hjúkkur eiga ekki að reka opinberar stofnanir í eigu almennings. Það er til fagfólk sem sérhæfir sig á því sviði.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.6.2008 kl. 17:41
Takk fyrir innlit. Anna Ragna margar "gamlar" hjúkkur hafa bætt við sig rekstrarfræði og stjórnun og sumar jafnvel viðskiptafræði til að vera hæfar í að reka stofnanir. Og eru þar með með mestu sérhæfinguna á þessu sviði. Og heilsuhagfræði. Upp á Dropann er erfitt að ljúga. En það er samt svo að of litlu fé er varið til þessara stofnana. Þegar "gamli góði Villi" tók við borginni eftir að hafa lofað að gera átak í málefnum aldraðra var Droplaugarstöðum gert að spara hátt í 100 milljónir. Hvar átti að taka þær??
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 18:19
Ég get staðfest það að hvert orð sem þú segir er rétt og tekur þú fremur ,,vægt" til orða. Áherslur eru svolítið einkennilegar,sparað þar sem síst skyldi og frjálsega farið með á öðrum sviðum. Þjónustuúrræði fyrir skjólstæðinga og afþreying af skornum skammti o.s.frv.
Ég er ekki viss um að það sé galin hugmynd að bjóða reksturinn út, tel þá leið hugsanlega tryggja rétt skjólstæðinga betur. Það má hins vegar deila um hjúkrunargjöldin per sólahring og ber að skoða í hverju munur á opinberu hjúkrunarheimli og einkareknu er fólginn í þeim efnum.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 19:01
ég var bara pen í orðavali Guðrún Jóna
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.