Væri það óeðlilegt .....

  að hjúkrunarfræðingar gerðu sömu launakröfur og flugumferðarstjórar?  Hversu langt er nám flugumferðarstjóra?  Hjúkrunarfræðingar eru með í grunninn 4ra ára háskólanám. Báðar stéttir vinna vaktavinnu, báðar stéttir vinna "rauða" daga. Báðar stéttir bera mikla ábyrgð.  Önnur er karlastétt hin kvennastétt.  Launakröfur hjúkrunarfræðinga eru vægast sagt hófstilltar.  Auðvitað á að gera sömu kröfur og karlastéttir gera.....fyrr næst ekkert kynjajafnrétti. Hví skyldi tími kvenna vera á útsöluprís?  Afhverju gera konur svona miklu minni kröfur en karlar? Bendi svo á að hjúkrfr. eru ekki að boða verkfall heldur yfirvinnubann. En vegna manneklu og álags er það nóg til að lama margar deildir Landspítalans. Afhverju hækka launin ekki þrátt fyrir mikla eftirspurn....það lögmál gildir alltaf hjá karlastéttum. Afhverju kjósa mörg hundruð hjúkrunarfræðingar að fara í önnur störf en hjúkrun?

Ég sé að flugumferðarstjórar fá æði gott vetrarfrí. Hjúkrunarfræðingar fá 10 daga vetrarfrí.....sem kemur í staðinn fyrir jóla og páskafrí sem aðrir fá.....við fáum frídagana bara á öðrum tíma.

Veltið þessu fyrir ykkur.


mbl.is Engar undanþágur veittar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála, þetta er nákvæmlega málið, kvennastörf og karlastörf.  Alltaf eru kvennastörfin minna metin, þegar kemur að laununum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.6.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algjörlega sammála. En ég er hrædd um að vandinn sé að hluta til okkur sjálfum að kennna og þá ekki síst kynslóðinni á undan okkar. Það viðhorf ríkti hér áður fyrr að við þyrftum ekki hærri laun enda flestar með ,,góða fyrirvinnu". Heyri reyndar það viðhorf ennþá hjá þeim elstu í stéttinni og í stétt ljósmæðra

Algeng laun flugumferðastjóra á vöktum fara yfir 800 þús á mánuði! 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:20

4 identicon

Blessuð. Mikið er ég glöð að þú ert sammála mér vegna yfirvofandi álvers. Gamla góða Húsavík verður aldrei eins. Héðinshöfða fólkið fær mína samúð.(Sá sporin þín hjá Ásdísi Sig) Gott að benda á mismunin á"hjúkum" (dr. Ingimar H. skrifar alltaf HJÚKUR--bara fyndinn þetta krútt) og flugmönnum. Þessar kvennastéttir, ótrúlegt hvað við látum bjóða okkur. Bíð eftir komu þinni á Húsavík við getum allavegana drekkt sorgum okkar vegna álversins. Sólskins-kveðjur héðan

maggatolla (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála þér Hólmdís.  Ég las einhverstaðar að flugumferðastjóra námið væri 1 ár, allavega er það miklu styttra en hjúkrunarnámið er.  Mér finnst reyndar ferlega skrítið að ekki sé lögð áhersla á þetta í umræðunni.  Hjúkrunarfræðingar haf þjóðina með sér í þessari kjaradeilu en ekki flugumferðastjórar.

Sigrún Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég sé að þú ert alltaf sólarmegin Magga

Ekki laust við að minningabrotin komi upp við lestur þessa comments hjá þér. Það verður einkennilegt að sjá álver á Húsavík, því er ekki að neita. Óneitanlega mikil breyting.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....vonum hið besta nú er að duga eða drepast fyrir hjúkrunarfræðinga.

Magga þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er vinsæl hjá sumum í minni fjölsk. þegar ég tjái mig um álver..

Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 00:39

8 Smámynd: Margrét G Þórhallsdóttir

Ég sé að heilbrigðisstéttin hún vakir,H.H. og G.J.G og ég svara ykkur á sömu síðu. Ef að ég skrifa til þín Guðrún þá fæ ég alltaf á minn póst að sending hafi ekki skilað sér en tölvunörd er ég ekki. þetta kemur líka fyrir á öðrum síðum, H.H. er greinilega í skotmarki. Verð nú að láta e-n kenna mér. Snilld að geta fylgst með ykkur.  G.J.G. bara síðari pils það er allt INN núna og  H.H. einhver verður að vera á topp 10 og hver heldur fólkinu á lífi ef ekki við?  Er það ekki okkar að köggullinn tifi í fjölskyldunni??? Það er svo fallegt veður núna að það er ekki smuga að fara í háttinn.

Bestu kveðjur til ykkar frá Fögru Vík.

Margrét G Þórhallsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:41

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heilbrigðistéttin vakir en nú skríð ég undir sæng. Ég vildi vera vera vakandi á Fögru Vík...þar er ekki hægt að fara að sofa á sumrin

Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 02:50

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Ef við hjúkrunarfræðingar værum með sama kaup og flugumferðarstjórar þá værum við ánægð. Þetta er rétt hjá þér Hólmdís - karlastétt vs kvennastétt.

Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 23:33

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Sigrún.....nú má ekkert klikka

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband