27.6.2008 | 02:24
Ég er bara döpur
......hvernig getur nokkrum dottið í hug að klína álveri við Húsavík? Menn fagna út og suður en ekki ég. Bara sjónmengunin er slík að ég fæ hroll. Væri ekki betra að reyna að fá netþjónabú??? Afhverju ekki að skapa atvinnu kringum góða vatnið á höfðanum sem hefur mjög góð áhrif á húðsjúkdóma? Afhverju ekki að byggja upp heilsuhótel? Afhverju dettur fólki ekkert í hug nema álver? Framsýnin er engin. Ég veit að það skapar atvinnu bæði á byggingarstigi og síðan þegar það er fullbyggt. Þarf að flytja inn fólk til að vinna þar? Húsavík þessi fallegi bær á betra skilið en álver. Ég skil vel að Össur hafi skammast sín við undirritunina. Ég fæ af og til verulegar heimþrárkviður til Húsavíkur....og mikið var fallegt þar í sólinni um daginn. Álver á Húsavík læknar mig fullkomlega af þessari heimþrá....það yrði alger eyðilegging á þessum dásamlega bæ.
Viljayfirlýsing framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Álver hér,álver þar, álver rísa allstaðar. Ég er á móti öllum þessum álverum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:32
Fjárfestinga-, framkvæmda- og græðgisfyllerí.
Nú er komið að þynnkunni eftir það. Þá reyna flestir að þrauka og rísa svo upp allsgáðir litlu síðar.
EEEN, í hugum þeirra sem valdið hafa, kemur ekkert te&rist til greina meðan þynnkan eyðist... NEI, það á að fá sér AFRÉTTARA.
Hvað gerist svo þegar hann er kominn í gegn... aftur afréttari? Skilur þetta einhver?
Beturvitringur, 27.6.2008 kl. 02:48
Sammála, ég er algjörlega á því að við nýtum auðlindir okkar, en það er ekki sama hvernig.
Spurningin um hvort það þurfi að flytja inn fólk til að vinna í álverinu er gild og góð, og ég tel augljóst að þetta er ekki atvinnuskapandi fyrir húsvíkinga, og það þarf að gæta þess að skapa ekki eintóm láglaunastörf sem halda heilum byggðarlögum í klónum á auðjöfrum og blessuðum bönkunum.
Haraldur Davíðsson, 27.6.2008 kl. 04:10
ÆÆÆÆÆ Synd af rádamönnum okkar ad skrifa undir svona skipulagsjónmenningarslys..
KNús á tig inn í gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 27.6.2008 kl. 05:22
Ég er algjörlega sammála þér Hólmdís. Og að ætla að klína þessu álveri á Bakka, er hneyksli.
Jóhann Sigvaldason og Sigríður Sigvaldadóttir, fósturafi og amma, ólust upp á Bakka í eina tíð. Ég er viss um að þau snúa sér við í gröfinni.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 27.6.2008 kl. 08:00
innlitskvitt eftir langt og gott frí hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 27.6.2008 kl. 12:12
Ótrúlegur viðsnúningur hjá Samfylkingamönnum. Samstarfið við Sjálfstæðismenn kostar sitt, á því er ekki vafi. Hefði seint trúað þessu upp á Össur og tek undir með þér; er ekki undrandi þó hann hafi viljað hafa undirskriftir á bak við luktar dyr
Þetta verður óneitanlega mikil breyting á bænum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 16:37
Takk fyrir innlit.....bjóst við að fá eihverjar skammir en hér eru allir sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 18:55
Þú ert með góðar hugmyndir eins og heilsuhótel. Er mjög á móti því að setja álver allstaðar.
Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 23:31
Bíddu Hólmdís, greinilegt að þú hefur ekki búið á Húsó lengi, eða hvað. Ertu ekki með? Hvaða tillögur hefur þú? Hvað er ekki búið að reyna hérna? Ég veit um væntumþukjuna til staðarins en hvað um að við þurfum ekki öll að þurfa að flytja til þín? Af hverju býrð þú ekki hérna? Hvað stoppar þig? Ef þú skilur ekki hvað hefur verið reynt og hvaða fjármuni er búið í að setja í " Eitthvað annað" þá held ég að þú skiljir ekki um hvað við erum að tala hérna á Húsó, því miður..... Soffía á Hjarðó
Soffía Húsvíkingur (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 02:09
Soffía...takk fyrir innlit. Það er EKKERT atvinnuleysi á Húsavík. Og Álver er einfaldlega spjöll. Eg byggi á Húsavík ef eg hefði fengið að stjórna meira í mínu lífi.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.