28.6.2008 | 00:18
Yfirvinnubann í Austurbænum
......ég hef verið í hálfgerðu verkfalli hér heima hjá mér undanfarið. Og hef komist að því að verkföll skapa mikinn vanda. Þannig er að þrátt fyrir góðan ásetning um að kenna ungviðinu góða umgengni hefur mér mistekist hrapallega. Og stundum finnst mér varla taka því að taka til....Dæmigerður dagur hjá mér er eins og dagurinn var í dag. Fór í vinnu í morgun og eftir það að versla. Kom heim um hálfsjö. Opnaði forstofudyrnar...við mér blöstu mörg skópör á víð og dreif um gólfið. Ég dröslaði varningum í gegn um þetta og setti pokana á eldhúsgólfið. Skaust svo fram og raðaði skónum.
Ástæðan fyrir því að pokarnir fóru á gólfið var sú að eldhúsbekkir og borð voru yfirfull af óhreinu leirtaui..brauðmylsnu og fleiru....það er nefnilega aldrei hægt að gera neitt í eldhúsinu nema taka til fyrst. Hitaði bakaraofninn....leit inn í stofu. Þar kúrði eldri heimasætan. Tómar gosflöskur, óhreint leirtau, popp á gólfi, bækur og blöð. Fullt af sælgætisbréfum. Urraði dálítið.....en mamma eg er svo þreytt var veiklulegt svarið sem ég fékk. Jæja kryddaði kjúklinginn sem keyptur var á 40% afslætti í bónus og fór svo að vaska upp......heilmikið. Fjarlægði sokkabuxur þeirrar 15 ára af eldhúsbekknum. Og fór þá inn á baðherbergi....henti þaðan dágóðu magni af baðmullarhnoðrum og eyrnapinnum..og fl. Hengdi upp handklæði.
Næst fór ég í eigin svítu.....fullt af fötum lágu þar.....sem ekki tilheyra mér. Holið var verst. Þar stendur rúm sem bíður þess að vera skrúfað í sundur. Á rúmið hefur öllu verið hent undanfarið. Þar er dágóður slatti af hreinum fötum sem dæturnar hafa ekki orkað að koma in til sín....urraði á þá yngri....sem svaraði; en mamma ég er svo þreytt. Ég þreif hreinlætistæki á baðherberginu en horfði bara á skítug gólfin. Bakið mitt getur ekki meira í bili.
Ég hef boðið umbun. Ég hef tuðað. Ég hef þagað. Ég hef öskrað. Stappað niður fótum. Hótað. Mikið djö....langar mig stundum til að flytja að heiman.........
Kannist þið við þetta?.......Ég vil alls ekki ganga fram af ykkur og því læt ég vera að segja ykkur frá myglaða brauðinu sem ég fann í rúmi dóttur minnar....né leirtauinu sem er á gólfinu hjá henni með hörðum matarleifum....né þeim tugum glasa sem hafa brotnað inni hjá henni þegar stigið er á þau. Þessu verkfalli mínu er lokið. Árangur enginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég á stundum svona þreytt börn líka, en sem betur fer taka þau stundum til og þrífa þegar ég er í vinnunni. Sem mér finnst yndislegt, það er bara allt of sjaldgæft
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:29
Ég kannast svo sannarlega við þessa lýsingu og hef ekki enn fundið neitt ráð sem virkar. Hef oft viljað ,,flytja að heiman" en börnin voru fyrri til. Finnst þó þau hafa aðeins skánað eftir að vera erlendis en samt ....
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:31
þETTA ER EKKI EKKI EKKI EKKI ÞOLANDI
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 00:35
Núna er dóttir mín sem býr í Fljótunum hjá mér með 2ja ára son sinn og hjá okkur er allt í rúst, samt þreif hún í síðustu viku hjá mér, skúraði öll gólfin og tók til. Núna sér ekki högg á vatni og allt er orðið frekar skítugt hjá mér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:41
...Hólmdís..."ég er svo þreytt"..kannastu við að hafa sagt þetta einhvern tíma við dætur þínar?
Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 05:07
Það sem ég gerði var að ég tilkynnti þeim hátíðlega við kvöldmatarborðið einu sinni að framvegis fengi ég vasapeningana þeirra sem "laun" fyrir að vera vinnukonan á heimilinu. Trúðu mér....... það virkaði, en því miður ekki mjög lengi. Eftir það þá kalla ég hiklaust á hvert og eitt þeirra og læt þau ganga frá því sem ég sé. Kallaði einu sinni á elsta afleggjarann sem gat einhverra hluta vegna aldrei hitt í þvottakörfuna og sagði við hann "ég sver að fötin þín eru svo skítug að þau stukku upp úr þvottakörfunni aftur. Nennir þú vesgú að setja þau aftur". En svona grínlaust. Hólmdís mín, þá dettur mér ekki til hugar að þrífa svona upp eftir þau og læt þau gera þetta sjálf. Þau hafa bara um tvennt að velja
1) Gera þetta og mamma er enn í góðu skapi
2) Gera þetta og mamma er komin í vont skap.
En þau þoldu aldrei þegar ég kom með þessa valkosti
Eigðu ljúfa helgi sólin mín.
Tína, 28.6.2008 kl. 06:22
Haraaaaaldur......einu sinni eða tvisvar
Tina....þetta er eilíft stríð.....og stundum tekst að koma þeim að verki!!! En þetta var betra þegar þær voru háðar vasapeningum frá mér
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 09:14
ÓMG þú átt alla mína samúð. Eina sem ég get sagt er að þær eldast. Gangi þér vel.
Sigrún Óskars, 28.6.2008 kl. 09:22
Ég held að flestir unglingar séu svona húðlatir.
Í hvert sinn sem ég fæ íslenska unglinga í heimsókn, t.d. bróðurson minn, er þetta nákvæmlega svona. Alltaf sælgætisbréf og matarleifar í rúminu hans, og öll föt á gólfinu. Ég spyr hann stundum að því, hvers vegna hann noti fötin sín sem gólfklúta. Fötin verða jú eins og druslur af slíkri meðferð. O.K. segir hann og gerir ekkert.
Það þýðir heldur ekkert að skammast. Ég kann í rauninni ekki neitt svar við því hvað virkar á unglingana.
Góða helgi
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 28.6.2008 kl. 09:34
Takk Sigrún og Sigga. Sigga við gengum aldrei svona um
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 10:01
Ég veit um eina sem að var svona á unglingsárunum, enginn átti hreinna eða fínna heimili en hún eftir að hún flutti að heiman
Ég þekki líka til einnar hér í Svíþjóð, sonur hennar býr ennþá heima, hann er að nálgast þrítugt, og hefur mér verið sagt að inni hjá honum sé komið fjörugt dýralíf, sem að lifa á leifum gamalla Pízza sem að liggja í kössum út um allt, og sem að hann er búinn að safna að sér undanfarna mánuði. Móðir hans treystir sér ekki inn í herbergið hans lengur.
Heiður Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 12:46
Heidi Helga.....ég hef séð það gerast að örgustu sóðar verða pjattaðir er þeir fara að búa sjálfir
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.