......og jörðin nötraði

.......Við bróðurdóttir mín röltum inn í Laugardal um 8-leytið í kvöld og hlustuðum á SigurRós og Björk. Jörðin nötraði undir okkur....hlýtur að vera holt þarna undir. Við skemmtum okkur hið besta en betra hefði verið að taka vettlingana sína með og jafnvel sængina.  Fórum heim áður en tónleikarnir voru búnir því frænkan var að falla í blóðsykri. Ég heyrði tónlistina alla leiðina heim og horfði á rest á mbl.is.....og sá þá miklu betur!!!  Gaman að sjá þarna fólk á öllum aldri. Litlu börnin dönsuðu....hundar geltu og eldri borgarar dilluðu sér.

Nú vona ég að þeir sem komu til að hylla Íslenska náttúru hirði upp bjórdósirnar sínar. Það er engan veginn við hæfi að skilja eftir ÁLDÓSIR

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sama segi ég, um bjórdósirnar en því miður varð ég vitni af of mörgum dæmum þar sem fólk hikaði ekki við að kasta þessu frá sér í jörðina.

Annars sat ég á teppi með vinkonum og sá svo sem ekki mikið en skemmti mér vel, sá betur þegar að ég stóð upp en það var bara svo kósí að sitja og stemningin mikil. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er alls ekki við hæfi að skilja eftir sig rusl

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 23:16

3 identicon

Nei, aldrei, en það er sérlega kaldhæðið á svona tónleikum :/

Ragga (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband