30.6.2008 | 18:08
Stálin stinn
.....Ég man svo langt að fyrir síðustu kosningar lögðu allir stjórnmálaflokkar á það áherslu að leiðrétta þyrfti kjör umönnunarstétta. Verst að þeir sem eru við stjórnvölin hafa ekki þetta sama langtímaminni. Nei allir kjarafundir til þessa hafa verið árangurslausir. Ljósmæður eru þegar farnar að segja upp. Hjúkrunarfræðingar hafa í hundruðatali flúið úr vinnu. En ekkert gerist. Mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfæðingum hefur ekki hækkað launin.....Hjá kvennastéttum gilda ekki sömu lögmál og hjá karlastéttum. Mannekla á Landspítala og hjúkrunarheimilum er viðvarandi. Álag á starfsfólk er víða ómannlegt. Miklar yfirvinnukröfur. Ég er hrædd um að ef ekki tekst að fá leiðréttingu á launum núna verði stórfelldur flótti úr báðum þessum stéttum. Ég hvet hjúkrunarfræðinga og ljósmæður að standa þétt saman og gefast ekki upp í kjarabaráttu einu sinni enn.
Engin niðurstaða á fundi hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.7.2008 kl. 00:01 | Facebook
Athugasemdir
Já nú stöndum við þétt saman. Sjáumst á fundinum í kvöld.
Sigrún Óskars, 30.6.2008 kl. 19:00
Ef ekki núna, þá aldrei. Við erum í kjöraðstæðum til að standa saman og semja. Megum ekki glopra þessu tækifæri, trúi því ekki að við gerum það.
Ljósmæður standa sig frábærlega vel, ég styð þær heilshugar. Þær eru skrefi á undan okkur.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:51
já stelpur.....ætlaði sannarlega á fund en sofnaði yfir fréttum.....og vara að vakna núna
Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 21:56
Stjórnmálamenn hafa hvorki langtíma- né skammtímaminni. Það er ekki nema rúmt ár síðan þeir töluðu í þessum dúr og bundu svo í stjórnarsáttmála.
Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 22:55
Baráttukveðjur til allra hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða. Allar þurfa þessar stéttir leiðréttingar á launum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:37
Þetta líst mér vel á, að nú eigi að standa saman. - Ég er fylgjandi því, að nú standi allir þétt saman, og gleymi ekki móttóinu. -Sameinaðar stöndum við - Sundraðar föllum við. - Áfram stelpur, stöndum saman. - Nú eða aldrei.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:40
Sko, það væri nú blessuðum stjórnmálamönnunum gott að reyna að muna eftir loforðunum - því með áframhaldandi gleymsku, veisluhaldi og óráðsíu í fjármálum - þá þurfa þeir á umönnunarstéttunum að halda sjálfir áður en langt um líður.
Hvað ætla þeir að gera ef þeir eru búnir að hundsa þessar stéttir alla tíð - og þurfa svo sjálfir á því að halda að vera undir viðkomandi stéttir settir hvað heilsuna varðar? Þá kannski fyrst vakna þeir af draumaheimi sínum ...
En, jámm .. áfram umönnunarstéttir - ekkert að gefa eftir!
Tiger, 1.7.2008 kl. 02:22
Heyr,heyr,heyr,Ég er sko alveg sammála öllu hér a dofan .
Knús á tig mín kæra.
Gudrún Hauksdótttir, 1.7.2008 kl. 05:27
Gangi ykkur vel Sendi ykkur hlýja strauma
Tína, 1.7.2008 kl. 07:26
Takk fyrir innlit og stuðning við hjúkrunarfræðinga og ljósmæður
Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.