Ertu maður eða mús?

.........Auðvitað bætir rauðvín lífið....vitum við það ekki öll?  Þeir karlar sem lifa allra manna lengst búa í Suður Frakklandi borða feitt ket og drekka ómælt rauðvín.  Það heldur dælunni gangandi. Það sefar og svæfir. Gerið góða steik enn betri. Það virkar vel á stressið.  Og hvaða ilmur gleður meira en lykt af rauðvínssósu í potti?  Það kemur þó illa við pyngjuna hér á Íslandi að þykja rauðvín gott.  Það myndi kannski spara Heilbrigðiskerfinu fúlgur að lækka álögur á rauðvín?


mbl.is Rauðvín bætir lífið - a.m.k. hjá músum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég drekk ekki rauðvín eða nokkurt annað vín.  Þegar ég fæ mér brjóstbirtu fæ ég mér bjór.    Vonandi virkar bjórinn svipað

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.7.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bjórinn er góður....en hann hefur ekki sömu efni og rauðvín. Því miður.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bévítans.. ég ætla samt ekki að byrja að drekka rauðvín mér finnst það vont

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.7.2008 kl. 02:55

4 Smámynd: Tína

Skálum fyrir því  Knús á þig sæta

Tína, 5.7.2008 kl. 08:31

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Haraldur Bjarnason, 5.7.2008 kl. 11:11

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst rauðvín gott og þegar ég var í Danmörku fékk ég mér oftar en venjulega, með mat og ýmsu svo núna er ég í pásu því ég fékk eiginlega leið á því, lítill alki í mér, sem betur fer.  Hafðu það gott um helgina

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 12:49

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"......rauðvínsdrykkja leiðir til betra lífs, þó ekki sé það endilega lengra.  Niðurstöðurnar benda til þess að efnið resveratrol, andoxunarefni sem finnst í rauðvíni, hægir á hrörnun í hjarta, beinum og augum." 

Er ekki þarna komin ágætis hugmynd að lyfjasparnaði í heilbrigðisgeiranum?

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 13:03

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú Sigrún ég er handviss um það !! Annars öll takk fyrir innlit og njótið dagsins

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 13:46

9 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er algert kjaftæði!! alveg sama hvað ég drekk mikið rauðvín mér líður alltaf jafn ömurlega daginn eftir!

Jónas Jónasson, 5.7.2008 kl. 20:19

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja Jónas  minn það er víst ekki svo að því meira því betra eigi við í þessu tilfelli

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 21:48

11 identicon

Áframsent á Heilbrigðisráðuneytið :)

Sigurður Rúnar (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:30

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir innlit Sigurður Rúnar..

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband