Nú er bara að bíða og vona

Það er bundið í stjórnarsáttmála að bæta kjör kvennastétta sérstaklega. Þó hefur ekkert gengið í samingaviðræðum. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er ekki minni en flugumferðarstjóra....og námið lengra. Eigum við að miða okkur við þá? Ef að af yfirvinnubanni verður skapast strax veruleg vandamál. Mér skilst að um 100 hjfr. vinni yfirvinnu á Landspítala á degi hverjum. Við höfum ekki efni á að glata fleiri hjúkrunarfræðingum í önnur störf...en þegar hafa mörg hundruð flúið stéttina vegna álags og launa. Vona svo bara að þið séuð hraust og þurfið sem minnst á okkur hjúkrunarfræðingum að halda.
mbl.is Samningaviðræður enn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Geri eins og þú, bíð og vona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nú krossleggjum við fingur Hólmdís.  Hj. fræðingar eiga að vera með hærri laun en flugumferðastjórar.

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég ætla ad vona tad ad tid fáid hærri laun og verdi metin ad verdleikum....Hjúkrunarfrædingar eiga ad vera á gódum launum og ekkert annad um tad ad segja.

Knus á tig.

Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdís. Ég vona að sem flestir aðilar lesi þetta og vonist ekki efir ekki löngum samningafundum - Gangi ykkur vel öllum, jafnt hjúkkum sem sjúkraliðum, ljómæðrum og starfstúlkum.

Haraldur Bjarnason, 8.7.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er svo einkennilegt en á meðan samningamenn sitja enn við borðið, leyfir maður sér að gera sér vonir. Nú virðist forystan sjá fram á spennandi möguleika sem vert er að skoða betur, bíð spennt að sjá í hverju þeir eru fólgnir. Það kæmi mér mjög á óvart ef samninganefnd ríkisins er komin í þann gírinn að slaka einhverju til miðað við fyrri yfirlýsingar. Er því pínu tortryggin - því er ekki að neita.

Set allt mitt traust á forystuna núna og hjúkrunarfræðingana sem stétt. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Trú mín er ekki mikil.....

Hólmdís Hjartardóttir, 8.7.2008 kl. 01:25

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Baráttukveðjur til allra hjúkrunarkvenna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:29

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég vona að þið hjúkrunarfræðingar standið fast á ykkar og gefið ekkert eftir. Það irriterar mig svo hvernig kvennastéttir eru hreinlega niðurlægðar með lágum launum og þannig hreinlega gert lítið úr mikilvægi starfa þeirra og námsins að baki en álagið sífellt aukið eins og hjá ykkur hjúkrunarfræðingum. Ég lauk m.a. námi í læknaritun og er því löggiltur læknaritari þó ég kjósi núna að nýta mér aðra menntun mína því ég hreinlega fyrirverð mig fyrir þessa stétt, það er kannski rangt því félag læknaritara er bara fagfélag sem er ekki mjög virkt og ekki allir í sama stéttarfélagi og mikill skortur á samstöðu. Námið er tvo ár eftir stúdentspróf og launin með þeim lægri sem þekkjast.  Og ekki fyrir löngu var tekið fyrsta skrefið í einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og ritun sjúkraskráa boðin út og byrjað að úthýsa læknariturum á Landspítalanum og fengu þeir nánast að vita það síðastir allra, lásu það jafnvel í blöðunum. Fyrirtækið sem hreppti verkefnið setti snubbótta auglýsingu í blöðin og auglýsti eftir læknariturum án þess að kynna nýja starfshætti og vettvang fyrir stéttinni á nokkurn hátt áður. Mér dettur í hug "skítugu börnin hennar Evu". Þú varst að ræða mál hjúkrunarfræðinga en þetta eru kvennastéttir í heilbrigðiskerfinu og því finnst mér málin skyld.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 9.7.2008 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband