Ég hitti 2 ungar konur um helgina.

...Önnur er hjúkrunarfræðingur  sem starfaði við sitt fag í 2 ár. Gafst þá upp vegna álags og lágra launa. Fann sér nýtt starf sem var mun betur launað og telur litlar líkur á því að hún eigi eftir að vinna á Íslenskum spítala framar.

Hin er ljósmóðir....og hjúkrunarfræðingur. Hefur sagt upp störfum....Ætlar ekki að koma aftur til vinnu á Landspítala.

Mér þykir sorglegt að ungar konur leggi á sig erfitt nám en sjái sig svo  knúnar til að yfirgefa sitt fag.

Hins vegar heyrði ég konu tala um unga vel gefna stúlku í vetur.  Henni þótti svo sorglegt að svona vel gefin stúlka færi í hjúkrun....fannst það sóun á góðri greind og hæfileikum.  Viðurkenni að mér var dálítið brugðið.  En eftir á að hyggja er dálítið til í þessu....við hjúkrunarfræðingar höfum látið fífla okkur of lengi. Hjúkrunar- og ljósmóðurstörf eru gefandi  ef vinnuálag fer ekki úr böndunum. En það er ekkert gaman að fá launaumslagið.


mbl.is Annar fundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Systurdóttir mín er í háskólanum að læra hjúkrun, kannski á hún aldrei eftir að vinna á spítala.  Það er allavega ekki eftirsókarvert í dag, enn og aftur baráttukveðjur til ykkar allra

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Jóna Kolbrún...vona að frænka þín uppskeri laun erfiðis síns.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ástandið er sorglegt. Við höfum látið troða á okkur allt of lengi, launakjörin í dag eru uppsafnaður vandi. Það er svo hrikalegt hvað við höfum dregist aftur úr öðrum stéttum að það er grátlegt.

Vonandi gengur betur í fyrramálið hjá samninganefndunum. Ekki heyrist mér okkar fólk bjartsýnt. Ætli þetta endi ekki með yfirvinnubanninu, það mætti segja mér það

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

satt er það Guðrún Jóna.....ætla að skrifa í gestabókina þína....

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband