Ísland í dag

.....já ég er í svartsýniskasti.

Nr 1.  Launin eru svo lág hjá þorra þjóðarinnar að það dugar ekki til framfærslu.

Nr.2. Laun eru ekki í samræmi við húsnæðisverð.

Nr. 3 Laun eru ekki í samræmi við matvælaverð.

Nr. 4  Spáð er auknu atvinnuleysi.

Nr. 5 Laun eru í engu samræmi við menntun og ábyrgð.

Nr. 6 Konur eru virkilega látnar finna fyrir því í launum að þær eru lítils metnar.

Nr. 7 Heilbrigðiskerfið riðar á brauðfótum.

Nr. 8 Æ fleiri aka undir áhrifum áfengis-og vímuefna.

Nr. 9 Langir biðlistar aldraðra inn á hjúkrunarheimili.

Nr. 10 Helvítis Spánarsnigillinn hefur numið land.

Nr 11 Stjórnmálamenn gleyma öllum loforðum strax að loknum kosningum.

Nr 12  Margir Íslendingar kunna ekki að meta ósnortna náttúru.

Nr  13  Fagra Ísland............er þjóðsaga.

Nr. 14 Við rekum fólk hiklaust út í dauðann samanber Paul Ramses.

Nr 15 Veðurspáin klikkar oft.

Nr 16 Þjóðin gengur illa um.

Nr 17 Tollayfirvöld þurfa meira fjármagn til að taka á smyglmálum.

Nr 18 Skemmdarfýsn virðist landlæg.

Nr 19 Þjóðin þarf að fá að kjósa oftar um mikilvæg mál.

Nr  20 Íslenskukunnáttu fjölmiðlamanna fer hrakandi.

Nei þetta átti aldrei að vera skemmtilestur.  Bara svona eigin hugleiðingar. Ég held við þurfum að vakna og hugsa hlutina upp á nýtt. Firringin í þessu þjóðfélgi er gífurleg. Verðmætamatið brenglað. Vonandi vakna ég bjartsýnni í fyrramálið................Góða nótt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, góða nótt kæra bloggvinkona  Og sofðu rótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt vinkona

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 02:01

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Íslendingar eru kraftmiklir en í miklu ójafnvægi. Nú er niðursveifla. Ég held að aukin verðmætasköpun innanlands sé lykillinn að velfarnaði.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 9.7.2008 kl. 04:40

4 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég er á sama máli, þetta er það neikvæða á Íslandi.  

Þú þarft að búa til nýjan lista yfir það sem er jákvætt (ef það er hægt),  svo þú komist úr þessu svartsýniskasti.

Vona það besta fyrir þig og Ísland.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 9.7.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Landfari

Mig lanar að forvitnast af hverju er hjúkrunarfæðin orðin svona langt nám? Heitir það sjúkraliði í dag sem samsvaraði námi hjúrunarfræðings hérna áður fyrr.

Af hverju er ljósmæðranám orðið sex ár eftir stúdentspróf? Þurfti stúdendspróf áður til að fara í ljósmæðraskólann?

Spyr sá sem ekki veit.

Landfari, 9.7.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....vaknaði í þoku en þeir spáðu sól.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:18

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Landfari....allt starf á sjúkrahúsum krefst stöðugt meiri tæknikunnáttu. Allt umhverfi sjúkrahúsanna verður stöðugt flóknara...og krefst meiri menntunar. Ljósmæður hér áður máttu ekki gera ýmislegt t.d.gefa lyf í æð og margt fleira. Umhverfi ljósmæðra er lika stöðugt flóknara og krefst æ meiri kunnáttu.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:25

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski sjúkraliðanám í dag sé svipað og hjúkrun fyrir 40-50 árum?

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:26

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigga kannski ég geri bjartsýnislista....margt er nú gott

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:29

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Íslendingar eru kraftmiklir eins og Sigurgeir Orri segirþ

Hólmdís Hjartardóttir, 9.7.2008 kl. 10:31

11 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er full ástæða til svartsýni Hólmdís. Auðvitað er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt í tilverunni sem betur fer en það er svo margt sem betur má fara eins og þú bendir réttilega á.

Það er hins vegar svo einkennilegt með okkur mannfólkið, við venjumst flestu, jafnvel því neikvæða. Þess vegna náum við að vakna næsta dag, eilítið bjartsýnni en daginn áður, ekki satt?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband