Matur sem bætir minnið.

..Ekki veitir af .....

Fiskur  sem er ríkur af omega 3 fitusýrum s.s. villtur lax, sardínur, silungur, ostrur og makríll. Mælt er með því að borða þessar fiskitegundir a.m.k. þrisvar í viku.

Ber. Og þá sérstaklega bláber. Mælt með einum bolla á dag.

Laufgrænmeti t.d. spínat. Ríkt af fólínsýru. Það eru tómatar líka. Borðist á hverjum degi.

Verst hvað bláber eru dýr.

Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt nammi namm.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Brynja skordal

Já allt er þetta lostæti sem vert er að borða nema Bláber get ekki látið þau inn fyrir mínar varir en borðaði þau sem krakki eftir einn góðan berjatínslu dag þá í sveitinni og mikið borðað af bláberjum þann dag fékk ég svona heiftarlega ælupest og ætla ekkert að lísa því nánar síðan hef ég valla geta verið í sama herbergi og bláber....En sá að þú varst að tala um Dublin gott verð og örugglega hægt að finna ódýr hótel á góðum stað! Elska Dublin svo skemmtileg borg hef farið þangað 14 sinnum ódýrt að versla fatnað þar mín sem er 18 ára núna fór með mér í fyrir 2 árum og sleppti sér allgjörlega í búðum þarna og gerði sko góð kaup sem hún býr enn að heyrðu þetta er orðið svo langt hehe hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mjög góður matur, en dýr. - Mér finnst að það eigi að lækka verðið á svona hollum mat, -  það má þá hækka verðið á óhollustunni ef þess þarf, í staðinn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er sammála þér um ágæti þessara fæðutegunda en ansi eru þær dýrar.

Þú verður að gefa þér tíma til að skreppa norður í sæluna og tína slatta af bláberjum síðla sumars, ekki víða hægt að fá eins góð ber og fyrir norðan nema þá helst vestur á fjörðum, t.d. Hestfirði 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er allt lostæti og nú átta ég mig á hversvegna ég er svona minnugur. Gæti etið fisk í hvert mál, spínat er besta grænmetið, ekkert of hrifin af bláberjum en þau eru ágæt út á skyr. Hólmdís, bláber eru ekki dýr. Þú ferð bara út í móa og tínir þau. Ég er viss um að það verður góð berjaspretta hér sunnan og vestanlands. Var að koma af snæfellsnesi og þar er útlitið gott....æi nú gleymi ég ábyggilega einhverju!

Haraldur Bjarnason, 11.7.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit....langar í aðalbláber og aðalber.....

Hólmdís Hjartardóttir, 11.7.2008 kl. 22:56

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fiskur er uppáhalds maturinn minn, en því miður finnst börnunum mínum hann ekki góður svona yfirleitt.  Mér finnast bláber vond, en ég elska krækiber, jarðaber, kirsuber, blæjuber, hindber og mörg önnur ber líka.  Berjaskyr með krækiberjum er eitt af því besta sem ég fæ, namm namm

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2008 kl. 01:36

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eldri dóttir mín er ánægð með fisk en sú yngri borðar bara bleikan fisk og plokkfisk. Og báða eru þær heldur lélegar í grænmeti. En ég held áfram að reyna að koma þessu í þær.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 02:00

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Bláber með rjóma - nammi namm

Sigrún Óskars, 12.7.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband