Hrollvekjandi

.............Hver mögulega hefði hag af stríði þarna?  Aðeins vopnaframleiðendur hafa hag af því.  Þetta yrðu tómar hörmungar og ekki er á það bætandi í þessum heimshluta. Hvernig er ástandið í Írak eftir frelsunina? Hvernig er ástandið í Agfanistan? Er ekki nóg að eiga við náttúruhamfarir....þarf maðurinn stöðugt að skapa helvíti á jörð?


mbl.is Assad: Stríð yrði dýrkeypt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagfræðin er grimm, en stríð leiða til hagvaxtar, enda leystist kreppan mikla ekki fyrr en Seinni heimsstyrjöldin skall á. Það er efnahagskreppa í heiminum núna og þá sjá stríðsmangararnir bara eina lausn; bandarískt stríð rekið á kínversku lánsfé. Mannslífin í Írak og Íran eru víst minna virði en í okkar heimshluta að mati þessara manna.

Daníel (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

því miður er þetta svona

Hólmdís Hjartardóttir, 14.7.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Já, það er ömurlegt til þess að hugsa, að efnahagur vesturlanda byggist á stríði og fátækt í 3ja heiminum. Er ómögulegt að breyta þessu?

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 14.7.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Enginn hefur hins vegar sýnt fram á að hagvöxtur sé yfirhöfuð æskilegur.

Elías Halldór Ágústsson, 14.7.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband