Sjálfskipuð skjálftavakt.

Smáskjálftarina er núna í Vatnajökli. Stærstu skjálftarnir mældust 3.5 og 3.1 á Richter. Ætli við tökum því ekki bara með stóískri ró eins og ferðalangarnir á Rhodos. En mikið vildi ég að veðrið á Rhodos væri komið í garðinn minn....en það er að þorna á,   kannski verður hægt að fara á skriðsóleyjaveiðar seinni partinn.


mbl.is „Tóku þessu með stóískri ró"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Jú Hólmdís, veðurspáin er þannig að það fer að sjatna allt það vatn sem safnast hefur í garðana okkar. En mig langar svo að vita hvaðan þetta orð "stóískri ró" kemur og hvað það þýddi í upphafi. Það er mikið notað núna sé ég.

Steinunn Þórisdóttir, 15.7.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég held að orðið sé grískt að uppruna. En að vera stóískur er að taka hlutunum með jafnaðargeði.....hvað sem á dynur. Hafa mikla sjálfstjórn. Takk fyrir innlit

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er rétt hjá Hólmdísi með gríska upprunann. Stóuspeki var hellensk heimspekistefna sem lagði meðal annars áherslu á að menn skyldu forðast að láta tilfinningar, hvort sem var gleði eða sorg, og ástríður hlaupa með sig í gönur og sætta sig möglunarlaust við hið óumflýjanlega. Þetta er "hin stóíska ró" sem talað er um.

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.7.2008 kl. 15:38

4 identicon

Gísli nefndi meðal annars að hundar hefðu æst sig, þeir eru greinilega ekki stóískir.

Anna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 15:58

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit.....ætli Elísabet 1. Englandsdrottning sé ekki methafi í stóískri ró!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....þú og þínir jarðskjáltar....

Haraldur Bjarnason, 15.7.2008 kl. 23:37

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur..............

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband