18.7.2008 | 01:10
18. júlí 2008
Tíminn líður svo hratt. Sindri minn á afmæli..........bróðursonur minn. Sendi honum skyrtu sem að ég vona að haldi ekki fyrir honum vöku. Hann fékk nýja peysu fyrr á árinu sem virkilega hélt fyrir honum vöku.....vaknaði margoft til að spegla sig þessi elska.
Börn eru svo skemmtileg þegar þeim líkar við nýja flík. Einum fylgdi ég inn á skurðstofu í kuldaskóm.
Svo er hún Julia Amy Sandiford þrítug í dag....litla skottan sem ég passaði fyrir örfáum árum síðan í London og hef alltaf fylgst með síðan. Ferðaðist með henni í vetur um Vietnam...en mamma hennar er þaðan. Yndisleg stúlka....listfræðingur og leikkona...sem sést jafnvel í breskum spennuþáttum!!
Og ég man líka að ég fór í fyrsta skifti til útlanda á þessum degi...þegar ég var 17 ára. Boðin af Lionsmönnum á Húsavík.....því ég var svo frábær unglingur!!!!!! Svo heppilega vildi til að Jóna vinkona mín frá Hauganesi var líka boðin af Eyfirskum Lionsmönnum. Við skemmtum okkur vel í Svíþjóð og Kaupmannahöfn. En það situr enn í mér að við urðum að velja um tvenna tónleika í Gautaborg. Procul Harum ( sem ég vildi fara á) eða Harpo !!!. Við fórum að sjá Harpo....við Jóna svindluðum okkur inn vorum sko ekki tilbúnar að borga fyrir þetta.
Ég er bara búin að vera dugleg í dag.............og lét eftir mér að kaupa hinn fallega Chateau skáp sem ég fæ á morgun. Mér finnst svo mikið ég eiga hann skilið
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:19 | Facebook
Athugasemdir
Ég man ýmsar skemmtilegar uppákomur tengdar fötum hjá mínum börnum, stundum varð ég að taka föt í skjóli nætur til þess að þvo þau
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:15
Einmitt dóttir kunningjakonu minnar svaf í gúmmístígvélum. Dóttir mín fékk kast þegar ég vildi ekki kaupa kápu á hana sem var allt of lítil.....en svooo falleg.
Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 01:30
Það er sko ekki spurning að þú eigir þennan skáp skilið vinkona. Njóttu vel og til lukku með hann .
Hafðu ljúfan dag yndislegust og takk fyrir kvittið.
Tína, 18.7.2008 kl. 09:22
Til hamingju með afmælisbörnin Hólmdís. Varstu aupair í London fyrir örfáum árum síðan?
Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 09:45
Takk fyrir innlit. Sigrún.....stelpan var á fyrsta ári þegar ég var þar en er núna þrítug!!!!! Mér finnst bara stutt síðan
Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 10:25
Til hamingju með afmælisbörnin. Tíminn líður of hratt það er víst og satt, ég var í Noregi fyrir 34 árum síðan og finnst stundum eins og það hafi verið í hittifyrra. Njóttu helgarinnar mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 11:33
Falleg færsla. - Auðvitað átt þú skápinn skilið, en ekki hvað. - Gott hjá þér að láta það eftir sjálfri þér að verðauna þig smá. - Þú átt það nefnilega skilið. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:25
Takk ásadís og Lilja
Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.