L.A.R.F.

Þegar ég var í menntaskóla fyrir mjög fáum árum síðan var til félagsskapurinn L.A.R.F.  Sem þýðir einfaldlega leitin að ríkri fyrirvinnu. Ok. hafði ekki áhuga þá en er búin að átta mig.  Frá og með degium í dag hefst þessi leit. Getur einhver bent mér á hvar best er að leita?  Mér hefur reyndar dottið í hug að taka gott lán................og hanga þar sem hinur ríku halda sig.   En ég veit ekki  hvar best er að dveljast.  Getur einhver góðhjartaður bent mér á GOTT hótel eða strönd ?

Þetta er hreint ekkert grín.......launin mín duga bara svo illa.   Og næst set ég inn lagið um syngjandi nunnuna!!!!!!!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, ég var líka einu sinni félagi í LARF en féll þó alltaf fyrir berklaveikum ljóðskáldum sem bjuggu uppi undir súð einhvers staðar. Held að þeir ríku séu að verða svo fátækir eftir öll verðbréfaævintýrin að við þurfum hreinlega að varast þá til að sitja ekki uppi með skuldirnar þeirra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Blessuð og sæl Guðríður.  Varst þú í MA? Rómantíkin er búin hjá mér í bili. Mig vantar "cash".     Og helst mikið af því

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, ekki í MA. Heyrði fyrst af þessu í kringum 1989 og þá farin að vinna á skrifstofu með svona "konulaun", hefði haft helling að gera við góða fyrirvinnu á þeim tíma en núna gæti ég svo sem látið hjartað ráða og fleygt mér á ljóðskáldin. Maður verður bara svo skrambi latur við mannaveiðar með aldrinum.

Kv. Gurrí

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég kannast við þessa leti......heitir það ekki bara skynsemi?

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég leitaði aldrei L.A.R.FA. var hrifnust af strákum í vinnulörfum og þess vegna aldrei orðið rík af veraldlegum auð.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elsku Ásdís.............sem betur fer er þetta ekki aðalhugsunin.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég held líka að þjáist af svona "leti", og hef lengi gert. - Of lengi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:03

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja Guðrún              þú ert mín kona

Hólmdís Hjartardóttir, 19.7.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka búin að gefa það upp á bátinn að finna hinn eina sanna.  Það eru ekki margir eðlilegir menn um fimmtugt á lausu.  Eðlilegur= ekki alki, ekki fátækur, ekki búandi í einu kjallaraherbergi úti í bæ, ekki geðveikur, ekki leiðinlegur, með húmorinn í lagi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2008 kl. 03:24

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hahahaha

Hólmdís Hjartardóttir, 20.7.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband