Reykjavík 4. hættulegasta borg Evrópu.

DV greinir frá rannsókn ICVS ( International crime victim survey).  Reyjavík er sögð 4. hættulegasta borg Evrópu á eftir Tallin, London og Amsterdam. Samt er alltaf verið að segja okkur að glæpir hafi ekki aukist hér. 

Afhverju er þetta orðið svona?   Og hvað getum við gert?  Við verðum að auka sýnilega löggæslu. Þessi frétt slær mig meira en þótt egypti reyni að selja nokkrar myndir fyrir vestan. Þar var nú aldeilis tekist á glæpnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Systir mín hefur búið í Tallin, London og Reykjavík skildi hún eitthvað hafa með þetta að gera, ég var oft í Amsterdam árin 1983- eitthvað var alltaf góð þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannske hún systir þín leyni á sér?

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það segir sig sjálft að á meðan fjöldi lögreglumanna á vakt nær ekki 3 tug  um helgar í  byggð sem telur á annað hundrað íbúa auk  þeirra sem búa hér tímabundið og ferðamanna, er ´gúrkutíð fyrir þá sem stunda afbrot og glæpi af einhverju tagi. 

Aukin fjöldi útlendinga með ólíkan menninga- og trúalegan bakgrunn breytir jafnframt samfélagsmyndinni sem og sú staðreynd að Íslendingar eru orðnir mjög ,,sigldir" og koma með nýja (ó)siði heim, ekki satt. Flestir vilja auðgast, sumir óheiðarlega, aðrir á siðlausan en löglegan hátt og enn aðrir ,,með eðlilegum hætti" (ef hann er til)

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún Jóna....það þarf að fjölga lögreglumönnum alla daga vikunnar og þeir þurfa að vera sýmnilegri

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 21:31

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sýnilegri

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Því miður þá held ég að hún Guðrún J. G.hafi hitt naglann á höfuðið.

Sporðdrekinn, 22.7.2008 kl. 01:35

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér finnst nú samt eitthvað bogið við þessa rannsókn..... innflytjendur eru vaxandi fjöldi í öllum vestrænum samfélögum og lögreglan er líka fjársvelt á Norðurlöndunum. Að við skulum teljast hættulegri en t.d. Kaupmannahöfn og Berlín finnst mér mjög hæpið.... þar berjast Hells Angels og Banditos um eiturlyfjayfirráð með skotbardögum og þar eru annarrar kynslóðar innflytjendur í stöðugu stríði við hvorn annan og innfædda með tilheyrandi hnífstungum, táragasi og skotvopnum. Ég trúi því ekki að hér séu fleiri glæpir miðað við höfðatölu og finnst alltaf að það eigi að taka svona rannsóknum með fyrirvara, þar sem mjög vandasamt er bæði að GERA rannsókn og LESA úr rannsókn á faglegan hátt.

Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:45

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það kom afbrotafræðingur í fréttatíma RUV og útskýrði þessar niðurstöður.  Hann taldi svarendur hér yngri en annars staðar.  Sláandi  var  að sjá að kynferðisglæpir virtust algengari hér en annars staðar. Skotbardagar eru ekki til hér. Og fá morð.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.7.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband