Veðurblíða

Hlýtt hefur verið á landinu undanfarna daga og hitinn fyrir norðan farið í 25 stig nokkra undanfarna daga.  Á morgun er spáð 28 gráðu hita Á suðurlandi....ekki amalegt það.   Árið 1991 kom ég til Vopnafjarðar í ausandi rigningu....en hitinn var 29 gráður.  Reikna varla með að upplifa slíkt aftur á Íslandi. Þar voru allar sprænur orðnar að beljandi stórfljótum.

  Dætur mínar komnar heim af Mærudögum......og segja að það hafi verið ógeðslega heitt.  Enginn skal fá mig til að vinna á morgun.......................ætla að dúllast allan daginn í garðinum.

..............smámont. Búin að taka til í örgeymslunni. Og búin að lakka gamlan stól og borð....nokkuð sem hefur verið á dagskrá lengi.  Ég þurfti bara að fá að vera ein heima eina helgiWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband