Vampíra

......................Ég var að vinna í kvöld. Allt í einu kemur maður á vaktina til mín og segir " I need help" Sagðist vera frá Ungverjalandi. Talaði bjagaða ensku. Benti á æðarnar í sér og sagði "vampire"  Ég spurði hvort hann hefði verið stunginn og ætlaði að losna við hann með því að gefa honum ofnæmistöflu.  Ég átti í vandræðum með að skilja hann.  " I need blood". Ég sagði honum að hann yrði þá að fara á Landspítala.  Benti honum á að ef hann þyrfti lyf væri lyfjaverslun í næsta húsi.  En hann þrjóskaðist við að yfirgefa húsið. Hann spjallaði við eldhúskonuna okkar og sagði henni að hann væri vampíra.   Enn benti hann okkur á æðarnar á handleggjunum á sér. Sagðist deyja ef hann fengi ekki blóð. Það mættu ekki líða meira en 7 vikur á milli þess sem hann fengi blóð.  Svo fór hann að sýna okkur tennurnar.... og gerði sig líklegan til að bíta .Get ég fengið smá blóð hjá ykkur að drekka?  Please!!!!!!!!!  Bara nokkra millilítra. Annars dey ég.

Ég hringdi á lögreglu til að biðja þá að fjarlægja manninn. Hann var farinn áður en þeir birtust....með heimilisfang blóðbankans á blaði...........

Þetta var mjög svo óvænt atvik á vinnustað....Ný reynsla. Maðurinn leit ágætlega út, var rólegur og kurteis.

 

 

  

 

 

 

 

 

 










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Hah, gat nú verið að þetta gerðist á frídeginum mínum. Aldrei lent í svona fjöri.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 30.7.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já gat það verið......þetta var mjög undarlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 02:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ert ekki að grínast?  hélt að vampýrur væru útdauðar, kannski kemur einhver frétt um þetta í dag "brjálaður Ungverji ræðst á kaffihúsafólk"  var þetta nokkuð frændi Mikka Ungverja??WooHoo

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Ásdís svona var þetta.  Var ekkert líkur Mikka

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Vildi hann einhvern sérstakan blóðflokk? ...ég meina hann hlýtur að vera kominn með einhvern uppáhalds blóðflokk

Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hann hafði áhuga á mér og ég er í A flokki

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Vó en skrítið! Ég vona að maðurinn fái þá hjálp sem að hann þarf, hvort sem að það er blóð eða geðhjálp.

Sporðdrekinn, 31.7.2008 kl. 03:10

8 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Þú ert aldeilis reynslunni ríkari Hólmdís, að hafa hitt svona persónu í raunverleikanum. Þetta er eins og í kvikmynd.

Ég vona að maðurinn komist inn á geðdeild sem fyrst. Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir hann að halda að hann sé vampýra, og ekki gott fyrir aðra ef hann byrjar að bíta fólk.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 31.7.2008 kl. 10:03

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já vonandi fær maðurinn rétta hjálp.  Þetta var vægast sagt undarleg upplifun!

Hólmdís Hjartardóttir, 31.7.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband